Minkaveiðar á Snæfellsnesi og við Eyjafjörð
- Details
- Published on 02 April 2008
- Hits: 1788
Senda skal hræin í heilu lagi og mun Náttúrustofan koma upplýsingum um veiðimenn og fjölda veiddra minka til Umhverfisstofnunar, sem sér um að greiða verðlaun fyrir hvern veiddan mink.
Stofnunin greiðir flutningskostnað ef um hann er að ræða og eru veiðimenn þá beðnir um að merkja sendinguna sem frystivöru.
Ekki er óskað eftir minnkum sem veiddir eru á öðrum landsvæðum
Upplýsingar sem þurfa að fylgja minkahræi:
- Dagsetning veiði
- Staðsetning (helst GPS en annars nákvæm lýsing með örnefnum)
- Veiðiaðferð (ef gildra, þá hvaða gerð?)
- Agn (ef við á)
- Ef hvolpar veiðast með móður skulu þeir vera í sama poka og hún og tilgreina skal hvort veiðimaður telji að allir hvolpar hafi náðst.
- Nafn og heimilisfang veiðimanns
Minkar veiddir á Snæfellsnesi eða nágrenni (t.d. svæði sem markast af Skógarströnd norðan megin og Hítará að sunnanverðu) sendist til:
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri
Minkar veiddir við Eyjafjörð sendist til:
Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar
Borgum v/Norðurslóð
600 Akureyri