Meðhöndlun og verkun rjúpna

Á vef SKOTVÍS er nú að finna pistil um meðhöndlun og verkun rjúpna [hér], en Gunnar Páll Jónsson hefur tekið saman lýsingar og fróðlegar leiðbeiningar um þetta málefni.  Gunnar er matvælafræðingur og er þekktur meðal skotveiðimanna fyrir þekkingu sína á meðhöndlun og verkun villibráðar og hefur gefið út efni um málefnið og haldið ýmsa fyrirlestra, m.a. á vettvangi SKOTVÍS.  Það er von SKOTVÍS að þetta framtak hljóti góðar undirtektir meðal skotveiðimanna, en Gunnar hefur áður tekið saman pistil um meðhöndlun og verkun gæsa [hér] sem notið hefur mikilla vinsælda meðal veiðimanna.

Tags: hefur, skotvís, saman, þetta, tekið, rjúpna, meðal, framtak, ýmsa, verkun, meðhöndlun, gunnar
You are here: Home