Kvörtun F4x4 og SKOTVÍS til Umboðsmanns Alþingis hafnað

Nú í vor sendu Ferðaklúbburinn F4x4 og Skotveiðifélag Íslands Umboðsmanni Alþingis kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna staðfestingar umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Álit umboðsmanns liggur nú fyrir en þar segir meðal annars að staðfesting umhverfisráðherra á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð felur í sér setningu stjórnvaldsfyrirmæla. Þegar svo háttar til gilda ekki ákvæði stjórnsýslulaga og þess vegna er umfjöllun umboðsmanns takmarkaðri en ella hefði verið. Umboðsmaður staðfestir hvergi í umfjöllun sinni að málsmeðferð stjórnvalda hafi verið góð eða vönduð. Hann kemst aðeins að þeirri niðurstöðu að hún hafi uppfyllt þær lágmarkskröfur sem kveðið er á um í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.  Ljóst er að félögin hafa ekki fengið jafn jákvæðar undirtektir við umkvörtunum sínum einsog vonir stóðu til. Þess vegna er ennþá  brýnna að standa vel að því samráðsferli sem nú er í gangi með stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs.

Stjórnir F4x4 og SKOTVÍS

Tags: þess, skotvís, umfjöllun, vegna, umboðsmanns, f4x4, vatnajökulsþjóðgarð, stjórnunar-, kvörtun, vönduð, hafi, kveðið, verndaráætlun, umhverfisráðherra, alþingis
You are here: Home