Hallgrímur Marínósson - Hinsta kveðja

hallgrimurFallinn er í valinn Hallgrímur Marinósson, en hann lést þann 23. september s.l..  Hallgrímur var mikill veiðimaður, áhugamaður um skotvopn og allt annað er lítur að veiðimennsku hverskonar. Hann var mörg ár í stjórn SKOTVÍS, var formaður félagsins 1987-1988 og vann ötullega sem slíkur að mörgum málum í þágu íslenskra skotveiðimanna. Hann átti og rak veiðiverslunina Veiðihúsið Nóatúni í Reykjavík sem Skotvísmenn heimsóttu oft og iðulega og fengu ýmsa fræðslu er laut að skotfærum og flestu þeim tengt, en hann var einnig góður viðgerðamaður á þeim vettvangi.

Það var ætíð gott að eiga Hallgrím að og var hann góður vinur vina sinna. Það er sárt að sjá góða drengi hverfa af lífsbrautinni en eftir standa vinir og ættingjar í sorg og minnast liðinna stunda. SKOTVÍS sendir eiginkonu Hallgríms Arndísi K.Sigurbjörnsdóttur, börnum, öðrum ættingjum og vinum, sínar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum samverustundirnar með honum í leik og starfi gegnum árin.
 
Sólmundur Tr. Einarsson
Tags: góða, hallgrímur, góður, drengi, hverfa, sjá, sárt, vinir, standa, sinna, ættingjar, lífsbrautinni, hallgrím, viðgerðamaður, eftir
You are here: Home