Hallgrímur Marínósson - Hinsta kveðja
- Details
- Published on 30 September 2012
- Hits: 1217

Það var ætíð gott að eiga Hallgrím að og var hann góður vinur vina sinna. Það er sárt að sjá góða drengi hverfa af lífsbrautinni en eftir standa vinir og ættingjar í sorg og minnast liðinna stunda. SKOTVÍS sendir eiginkonu Hallgríms Arndísi K.Sigurbjörnsdóttur, börnum, öðrum ættingjum og vinum, sínar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum samverustundirnar með honum í leik og starfi gegnum árin.
Sólmundur Tr. Einarsson
Tags: góða, hallgrímur, góður, drengi, hverfa, sjá, sárt, vinir, standa, sinna, ættingjar, lífsbrautinni, hallgrím, viðgerðamaður, eftir