Gæsavængir

Kæru gæsaveiðimenn.

Líkt og undanfarin ár þá munum við leita til veiðimanna um aðstoð við að útvega okkur gæsavængi sem við notum til að meta hlutfall unga frá síðasta sumri í veiðinni.  Að þessu sinni fékkst styrkur úr  veiðikortasjóði til verkefnisins.

Eins og áður óskum við eftir því að fá að skoða vængi frá veiðimönnum af öllum tegundum gæsa.  Annað hvort getum við mætt á staðinn ef því verður við komið og aldursgreint aflann eða þið getið sent til okkar annan vænginn af þeim fuglum sem þið skjótið. Ef vængir eru sendir utan af landi þá greiðum við flutningskostnaðinn.  Vinsamlegast hafið samband við Arnór Þ. Sigfússon í síma 8949960 eða ef þið eruð á Austurlandi þá hafið samband við Halldór W. Stefánsson í síma 4712553.   Þið getið einnig sent okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
 
Ef vængir eru geymdir og sendir þá má ekki geyma þá lengi í plasti því þannig úldna þeir strax.  Best er að leyfa þeim að þorna og setja svo í pappakassa.  Ef vængir eru höggnir af þá sendið alltaf vængi sömu megin af öllum fuglunum, t.d. hægri væng.  Látið fylgja með nafn, síma, heimilisfang og/eða netfang og hvenær gæsirnar voru veiddar og á hvaða stað eða veiðisvæði t.d. skv. veiðidagbók veiðistjórnunarsviðs UST.

Bestu kveðjur

Arnór Þ. Sigfússon og Halldór W. Stefánsson Tags: eins, síma, hafið, fuglum, okkur, verður, komið, getið, samband, þið, vinsamlegast, skjótið, vænginn, aflann, staðinn
You are here: Home