Fréttabréf SKOTVÍS maí 2011

3. tölublað 19. árgangs Fréttabréfs SKOTVÍS hefur nú litið dagsins ljós í nýjum búningi, en fréttabréfið mun framvegis verða aðgengilegt á netinu í gegnum Issuu miðilinn, kíkið því á þessa krækju framvegis til að nálgast fréttabréfin.  Mánaðarlegt fréttabréf SKOTVÍS mun framvegis koma út á því rafræna formi sem þetta tölublað er gert í.

Þessi valkostur gerir okkur kleift að birta greinar með myndrænni og sveigjanlegri hætti og gefur ritstjórn færi á að fjalla um málefni á heildstæðari hátt og í meira samhengi.  Innan tíðar munu eldri fréttabréf einnig verða aðgengileg þeim sem áhuga hafa á að skoða gang mála í rúmlega 30 ára sögu SKOTVÍS, en þar kennir margra grasa.  Verið er að vinna í því að skanna inn eldri fréttabréf og eru eldri félagar SKOTVÍS hvattir til að senda ritstjórn ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) línu ef þeir eiga í fórum sínum eintak af fréttabréfi sem ekki eru aðgengilegt í rafrænu formi.

Óskað er eftir aðstoð við að hafa uppá eftirtöldum árgöngum Fréttabréfs SKOTVÍS:

  • 1984
  • 1986 - 1991
  • 2003 - 2010
Tags: skotvís, fréttabréf, tölublað, þetta, gert, miðilinn, þessa, framvegis, issuu, krækju, kíkið, nálgast, mánaðarlegt
You are here: Home