Fréttabréf Skotvís

Stjórn SKOTVÍS hefur ákveðið að senda félagsmönnum af og til rafrænt fréttabréf um það sem er efst á baugi í starfsemi félagsins. Okkur til mikillar ánægju er félagsmönnum SKOTVÍS nú að fjölga. Það verður að segjast eins og er, að oft var þörf en nú er nauðsyn.

Nú rignir yfir okkur tillögur ýmissa nefnda, stjórna og ráða sem ganga út á að að takmarka skotveiðar og hefta frelsi okkar um að ferðast um hálendi Íslands. Þessum tillögum hefur verið andmælt og höfum við lagt mikla vinnu í að safna staðreyndum um það hvað þessar tillögur eru oft illa unnar og virðast ekki hafa neinn marktækan tilgang. Vonandi tekst okkur að koma í veg fyrir að í það minsta allra "fáránlegustu" tillögunnar nái fram að ganga. Til þess að svo megi verða þurfa samtök okkar skotveiðimanna að vera öflug og kraftmikil.

 
 

 Vatnajökulsþjóðgarður

 Eins og flestum félagsmönnum er vonandi kunnugt um hefur stjórn SKOTVÍS unnið mikið starf á síðastliðnu ári í tengslum við skotveiðar í Vatnajökulsþjóðgarði.

Strax á undirbúningsstigi þjóðgarðsins vöknuðu efasemdir á meðal veiðimanna um það hvort veiðar myndu fá að halda sér í óbreyttri mynd innan þess svæðis sem færi undir þennan nýja þjóðgarð. Stjórnvöld lofuðu því að frelsi manna til að veiða yrði ekki skert enda ætti þessi nýji þjóðgarður að endurspegla ný viðhorf og nýjar aðferðir við stjórn og stofnun þjóðgarða.

Skemmst er frá því að segja að þessi fyrirheit eru vart sjáanleg í tillögum þeim sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur fært umhverfisráðherra til staðfestingar. SKOTVÍS tók til varna þegar í mars 2010 þegar fréttist að drög að stjórnar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð innihéldi miklar takmarkanir varðandi veiðar á gæsum, rjúpum og hreindýrum. Stjórn SKOTVÍS hefur sent ályktanir og athugasemdir til stjórnar austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, ásamt umhverfisráðherra, stjórn og stjórnarformanni Vatnajökulsþjóðgarðs. Þeir sem að málinu koma fyrir hönd SKOTVÍS hafa sömuleiðis fundað með ráðherra, stjórn og öðrum sem koma að stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Fundað hefur verið með starfsmönnum umhverfisráðuneytisins og aðstoðarmannai ráðherra og er óhætt að segja að sjónarmið skotveiðimanna hafa skilað sér til allara þeirra sem að málið varðar. Málið hefur fengið töluverða athygli í fjölmiðlum, m.a. í fréttatímum RÚV og Stöð 2. Margar greinar hafa verið skrifaðar um málið sem hafa birst í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu og DV.

Staða þessa máls í dag er sú að tillögurnar sem stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sendi til umhverfisráðherra í september eru inni á borði hennar og bíða þar staðfestingar. Málið er semsé í höndum ráðherra sem hefur heimild til að samþykkja, hafna eða breyta tillögunum eftir atvikum. Óvíst er hvenær ráðherra mun taka ákvörðun en það er von þeirra sem hafa unnið að málinu fyrir hönd SKOTVÍS að ráðherra taki til greina vel rökstuddar athugasemdir okkar sem byggðar eru á bestu mögulegu upplýsingum.

Elvar Árni Lund
 

 Rjúpan

Rjúpnaveiðar gengu vel nú í haust, þó svo að það hafi verið leiðinlegt veður fyrstu hleginna. Veiðimenn sáu víða mikið af rjúpu og sumir segjast ekki hafa séð eins mikið af fugli í mörg ár. Minna virðist hafa verið um magnveiði en undanfarin ár og er það góð þróun.
Fréttir voru um að sumum svo kölluðum veiðimönnum hafi gengið illa að selja rjúpur sínar, rétt fyrir jól var verið að bjóða rjúpur á kr. 1.700 stykkið - flestir voru þá að bjóða þær á kr. 2.500 . Rjúpnaveiðar geta því varla talist arðvænleg viðskipti efa allt er talið til. Til er Íslensku málsháttur sem hljóðar svona. "Ætíð er sultur og seyra í því búi, sem mikið er veitt að rjúpu"
 

Ferðafrelsi

Þann 1. desember síðast liðinn voru stofnuð ný regnhlífarsamtök sem kallast Ferðafrelsi sem hafa það hlutverk m.a. að standa vörð um almannarétt, ferðarétt, útivistarrétt, veiðirétt og verndun náttúru Íslands. Skotvís er eitt af stofnfélögum ferðafrelsis ásamt m.a. F4x4 en Guðmundur Kristinsson var kjörinn formaður Ferðafrelsis á stofn fundi félagsins. Ferðafrelsis hópurinn hafði komið að ýmsum verkefnum fyrir formlega stofnun s.s. Krossferðin á Kistuöldu og útgáfu bæklinga um ferðafrelsi. Stefnt er að því að fyrsti aðalfundur félagsins verði haldin í byrjun árs 2011.

Kv. Kristján Sturlaugsson
 

 Að lokum

Þróttmikið félagsstarf er framundan, til stendur að halda "mini" ráðstefnu um rjúpuna og refinn. Þá verður fundur um veiðar og önnur nýting þjóðgarða. Aðalfundur félagsins verður svo í lok febrúar. Að lokum óskar stjórn Skotveiðifélags Íslands félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs og hamingju ríks nýárs og mörgum góðum stundum við veiðar í Íslenskri náttúru.
Tags: hefur, hafa, skotvís, félagsmönnum, fréttabréf, okkur, unnar, virðast, tilgang, neinn, marktækan, tillögur, okkar, safna
You are here: Home