Fréttabréf & Saga SKOTVÍS 1978-2012

Saga SKOTVÍS spannar nú hátt í 34 ár, en félagið var stofnað 23. September 1978 af 105 stofnfélögum. Það er því freistandi verkefni að taka saman sögu félagsins, sérstaklega þar sem heimildir um starfið eru allgóðar. Frank Þór Franksson og Arne Sólmundsson hafa á undanförnum mánuðum lagst í heimildavinnu og grafið upp flest tölublöð Fréttabréfs SKOTVÍS, sem hefur komið út með hléum frá stofnun félagsins, fundargerðarbækur, ýmis samskipti félagsins við yfirvöld ásamt öðru útgefnu efni, t.d. fræðslubréf og svo auðvitað 17 árgangar af Skotvísblaðinu. Vefsíðan www.timarit.is reyndist einnig vera ómetanleg heimild sem endurspeglaði tíðarandann og opinberu umræðuna á fyrstu starfsárum félagsins, en þar gat að líta fleirri hundruð greinar þar sem SKOTVÍS kemur við sögu.

 
Afraksturinn má sjá [hér] þar sem búið er að skanna inn þau fréttabréf sem eru aðgengileg, alls 71 tölublöð, sem nú er hægt að nálgast á rafrænu formi, en einungis vantar 7 tölublöð uppá að ná öllum í hús.

Ágrip af sögu SKOTVÍS og hagsmunabaráttu skotveiðimanna er að finna [hér], en einnig er búið að setja upp tímalínur fyrir hin einstöku málaflokka, þar sem hægt er að rekja söguna aftur til 1978, þar sem sagan er sett upp á myndrænu formi:

 1. Helstu áfangar
 2. Formenn og stjórnir
 3. Deildir, aðildarfélög og samstarf við önnur samtök
 4. Félagsaðstaða, fræðsla, útgáfa og miðlar
 5. Ráðstefnur, málstofur og aðrir viðburðir
 6. Lagaumhverfið og opinberar stofnanir
 7. Þjóðgarðar, friðlönd og veiðar
 8. Opinber nefndarseta
 9. Fagleg veiðistjórnun
 10. Landréttarmál
 11. Hreindýraveiðar
 12. Rjúpnaveiðar


Þetta er einungis grind að sögu SKOTVÍS og engan veginn tæmandi, en ætti að gefa hverjum þeim sem hefur áhuga, góða innsýn inní starf félagsins.  Ef einhver áhugasamur félagsmaður hefur áhuga á að fara betur í saumana á þessu, þá er um að gera að setja sig í samband við stjórn félagsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Félagið vill þakka fyrrverandi stjórnarmönnum fyrir þeirra framlag í þessa heimildarleit, þá sérstaklega þeim Sólmundi Tr. Einarssyni, Hauki Brynjólfssyni og Jóhanni Bjarnasyni sem útveguðu ýmis gögn og upplýsingar um fortíð félagsins frá fyrstu árum þess.

Tags: félagsins, hefur, þar, efni, skotvís, komið, saga, fræðslubréf, útgefnu, auðvitað, öðru, ýmis, fundargerðarbækur
You are here: Home