Frelsi á fjöllum - Fræðslumynd um náttúru og nýtingu

Ísland er dreifbýlasta land Evrópu og raunar eitt dreifbýlasta land heims. Íslendingar hafa því meiri og betri aðgang að ósnertri og villtri náttúru en nokkur önnur þjóð í Evrópu. Það hlýtur því að vera umhugsunarvert fyrir Íslendinga að hér er almannaréttur nokkuð þrengri en í nágrannalöndum okkar. Þá er það áhyggjuefni að á undanförnu hefur dregið úr samráði stjórnvalda við samtök útivistarfólks um notkun og nýtingu víðerna landsins. Þetta kom berlega í ljós við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, stærsta þjóðgarðs Evrópu. Þá verður ekki annað séð en að stjórnvöld mismuni hópum útivistarfólks, það útivistarfólk sem ,, nýtir eða notar" náttúruna, í því sambandi mætti nefna jeppafólk og veiðimenn á undir högg að sækja. Jeppa slóðar á hálendinu hafa verið lokaðir og áform eru uppi um að loka en fleiri slóðum. Í vissum tilvikum er ekkert sem mælir á móti því að akstursleiðum á hálendinu sé lokað, en fyrir því verða að liggja gildar ástæður. Ákvarðanir um lokun slóða virðast því miður oft vera handahófskendar og oft vanhugsaðar þar sem ekki verður séð að nein ástæða liggi fyrir því að leggja akstursleiðina af. Oft er talað um utanvegaakstur í þessu sambandi, en vert er að geta þessa að ýmsir virðast meiga aka utan vega eða alla vega gera það með þögulu samþykki stjórnvalda. Í þessu sambandi mætti nefna bændur, vísindamenn, verktaka og hjálparsveitir. Á meðan stjórnvöld taka ekki á þessu vandamáli er úti í hött að loka slóðum á hálendi Íslands án samstarfs við samtök útivistarfólks.

Á Íslandi eru fáar tegundir veiðidýra, stofnar flestra tegunda veiðidýra eru sterkir hér á landi. Meðal þeirra veiðidýra sem eiga undir högg að sækja er rjúpan. Rjúpnaveiðar hafa því verið verulega takmarkaðar á meðan stofninn er í lágmarki og hafa veiðimenn og samtök þeirra átt hvað mestan þátt í að takmarka veiðarnar. Meðal þeirra stofnar veiðidýra sem eru sterkir eru gæsir, heiðagæsastofninn virðist vera í sögulegu hámarki. Það er því vægast sagt undarlegt að stjórnvöld gera mönnum stöðugt erfiðara fyrir að stunda heiðagæsaveiðar. Það er aðalega gert með því að friða stór svæði á hálendinu þar heiðagæsin heldur sig. Tilgangur þessara friðana er yfirleitt að vermda jarðvegsmyndir og minjar eða víðerni svo ekki verði virkjað á svæðinu. Að banna skotveiðar á þessum svæðum er því út í hött.

Ferðaklúbburinn 4 x 4 og Skotveiðifélag Íslands hafa látið gera fræðslumynd þar sem sjónarmið félagana og þess útivistarfólks sem notar og nýtir náttúruna eru skýrð. Þá er í myndinni bent á ýmsar leiðir til úrbóta í þessum efnum, hvernig bæta megi samvinnu útivistarfólks og stjórnvalda og hvernig á bestan hátt og í sem mestri sátt megi tryggja góða umgengni og nýtingu náttúru landsins. Félögin skora á útivistarfólk að skoða myndina og taka þátt í baráttu félagana gegn vanhugsuðum ákvörðunum stjórnvalda sem takmarka aðgengi þjóðarinnar að hálendi Íslands.

Hægt er að sjá myndina (rúmar 22 mín) með því að virkja þessa krækju.

Með bestu kveðju, Sigmar B. Hauksson

Tags: þar, hafa, samtök, gera, náttúru, útivistarfólks, nýtingu, veiðidýra, stjórnvöld, hálendinu, vera, stjórnvalda, þeirra, þessu
You are here: Home