Félagsskírteini og utanumhald

Skotvís hefur nú gert skurk í félagaskráningu sinni og er nú komin með miðlægan gagnagrunn sem hægt er að komast í hvar sem er í heiminum. Þetta er m.a. gert með það fyrir augum að starfsmenn á skotvellinum á Álfsnesi geti flett upp kennitölum þeirra sem þangað koma og séð hvort viðkomandi á rétt á að fá afsláttarverð á skotvöllinn. Einnig er félagið búið að fjárfesta í sínum eigin plastkortaprentara sem einfaldar útgáfu félagsskírteina og ætti því afgreiðsla þeirra að ganga betur fyrir sig. Vonumst við til að þetta verði til þess að félagsmenn fái betri og hraðari þjónustu.

Skotvís mun bjóða öðrum skotfélögum að sjá um kortaútgáfu og er áhugasömum bent á að hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Við viljum minna félagsmenn á að hafa félagsskírteinið með í för þegar nýta á afslætti og þjónustu sem tengist aðild að Skotvís.

Netfang @skotvis.is þér að kostnaðarlausu

Einnig viljum við minna á að allir félagsmenn skotvís eiga rétt á netfangi með @skotvis.is endingunni. Netfangaúthlutunin hefur mælst vel fyrir og er nú þegar nokkur hundruð félagsmenn með slíkt netfang. Þeir sem hafa áhuga á slíku er bent á að senda beiðni þess efnis á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Tags: þess, skotvís, verði, þetta, gert, þeirra, betur, vonumst, einfaldar, plastkortaprentara, eigin, útgáfu, ætti, ganga
You are here: Home