Breytingar á námskeiðum fyrir hreindýraveiðimenn

Námskeið það sem halda átti fyrir hreindýraveiðimenn laugardaginn 12. júní hefur verið aflýst. SKOTVÍS mun hinsvegar bjóða félagsmönnum sínum sem greitt hafa árgjald sitt fyrir árið 2010 að sækja námskeið Skotfélags Reykjavíkur sér að kostnaðarlausu.
Þessi breyting er til mikils hagræðis fyrir félagsmenn SKOTVÍS því námskeið SR verða alla miðvikudaga í sumar frá og með 23. júní og til og með 04. ágúst. Námskeiðin hefjast kl. 19 og þeim lýkur kl. 21 . Félagsmenn SKOTVÍS sem hyggjast sækja námskeiðin eru beðnir að skrá sig á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórn SKOTVÍS. Tags: skotvís, félagsmenn, alla, júní, námskeiðin, hreindýraveiðimenn, miðvikudaga, mikils, sækja, stjórn, sumar, námskeið, verða
You are here: Home