Áttu eftir að greiða félagsgjöldin 2011?

Nú fyrir skemmstu var send út greiðsluáskorun vegna ógreiddrar félagsgjalda fyrir árið 2011. Það vildi svo óheppilega til í meðferð málsins hjá Byr Sparisjóði að áskorunin fékk á sig þann blæ að ef seðillinn væri ekki greiddur yrði gripið til "kostnaðarsamra innheimtuaðgerða".

Stjórn SKOTVÍS biðst hér með afsökunar á þessu orðalagi enda er greiðsla félagsgjalda til SKOTVÍS valfrjáls og yrði aldrei gripið til innheimtuaðgerða vegna vangoldinna félagsgjalda, enda enginn heimild til slíkra aðgerða. Mistökin voru gerð að hálfu Byrs Sparisjóðs sem SKOTVÍS er í viðskiptum við og höfum við kvartað undan þessu orðalagi og bent á þessi mistök. Nokkrir félagsmenn hafa haft samband í dag (8. ágúst), og látið vita um þetta og eins og áður segir er hér með beðist afsökunar á þessu orðalagi.

Við viljum hinsvegar nota tækifærið og minna þá fáu félagsmenn sem enn eiga eftir að greiða árgjaldið að gera það. Félagsgjöldin eru undirstaðan í tekjum SKOTVÍS og þess vegna afar mikilvægt að allir félagar greiði þau tímanlega.

Bestu kveðjur,
Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS

Tags: eins, skotvís, félagsmenn, vegna, yrði, gripið, eftir, þessu, félagsgjalda, afsökunar, orðalagi, félagsgjöldin, greiða, innheimtuaðgerða, segir
You are here: Home