Andlát: Páll Hersteinsson
- Details
- Published on 18 October 2011
- Hits: 2038
Páll Hersteinsson prófessor er látinn aðeins 60 ára gamall. Skotveiðifélag Íslands hefur átt margháttuð samskipti við Pál í gegnum árin, ekki síst á meðan hann gengdi stöðu veiðistjóra á árunum 1985 til 1995. Síðar varð Páll prófessor við Háskóla Íslands. Kunnastur er Páll fyrir rannsóknir sínar á refum og lífsháttum þeirra. Páll var vandaður og víðsýnn vísindamaður, þrátt fyrir að veiðimenn hafi ekki alltaf verið sammála Páli var hann ávalt tilbúin á að hlusta á rök þeirra . Síðastliðinn vetur tók Páll Hersteinsson þátt í ráðstefnu á vegum SKOTVÍS um refinn og rjúpuna. Á ráðstefnunni hvatti Páll til að gerðar yrðu ítarlegar rannsóknir á áhrif refsins á vöxt og viðgang rjúpunnar. SKOTVÍS hefði fagnað því að eiga samstarf við Pál um þetta þarfa verkefni.
Skotveiðifélag Íslands þakkar Páli fyrir samstarfið á undanförum árum og vottar fjölskyldu hans samúð sína.
Tags: skotveiðifélag, íslands, skotvís, refinn, pál, páli, prófessor, hvatti, yrðu, gerðar, ráðstefnunni, páll, hersteinsson, rjúpuna, rannsóknir