Hreindýraveiðileyfi - úthlutunarreglur og ásókn

Picture 17.jpg

Veiðar erlendra ríkisborgara

Picture 18.jpgPicture 19.jpgUm veiðar erlendra ríkisborgara gilda ákvæði 1. mgr. 8. gr. laga nr. 64/1994 um lögheimili vegna veiða á tilteknum svæðum. Að öðru leyti gilda ákvæði 7. mgr. 8. gr. laganna um veiðar erlendra ferðamanna. Þar kemur fram að þeir þurfa að afla sér veiðikorta og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru til veiðimanna hér á landi. Í samræmi við ofangreint er ekki gerð krafa um kennitölur þegar um er að ræða erlenda ferðamenn en veiðistjórnunarsvið úthlutar þeim raðnúmeri sem tekur mið af fæðingar­degi. Ferðaskrifstofum er ekki út­hlut­að leyfum til endursölu eins og stund­um hefur verið haldið fram.
Picture 20.jpg

Úthlutunarkerfið

Hvað varðar spurninguna hvort eðlilegt sé við úthlutun hrein­dýra­leyfa að taka tillit til þeirra sem ekki fengu úthlutað leyfum árið áður vill stofn­unin taka fram að núverandi kerfi er einfalt og þar með ódýrt, gegn­sætt og allir eru jafnir í upphafi.
Punkta­­kerfi er flókið, ógegnsætt og býr til fleiri vandamál en það leysir.
Menn sækja nefni­lega ekki um veiði­­leyfi á hreindýr heldur t.d. um belju á svæði nr. 4 eða tarf á svæði nr. 2 o.s.frv. Það eru 18 breyt­ur en ekki ein sem spila inn í.
Ásókn­­in er t.d. fimm-föld í sum svæði en bara hálf-föld í önnur. Ekki er hægt að skylda menn til að veiða belju á svæði nr. 9 ef þeir vilja bara tarf á svæði nr. 2.
Sama kerfi er notað annars­staðar í heim­in­um (t.d. Ontar­io í Kanada) og vegna ofangreindra röksemda.
Þá kannaði stofnunin hversu margir hefðu ekki fengið leyfi sl. 3 ár og niður­­staðan er sú að það eru aðeins 20 manns af 1.990 umsækjendum sem ekki hafa fengið dýr á þessu tímabili. Stofn­­unin telur því ekki tímabært að breyta núverandi kerfi að þessu leyti.
Hins­vegar er kerfið í stöðugri endur­skoðun og leiði reynslan í ljós óhóflega mismunun þá telur stofnunin rétt að brugðist sé við því.
Vandamálið í hnotskurn er nefni­lega of mikil ásókn í takmarkaða auðlind og breytt úthlutunarkerfi mun ekki breyta þeirri staðreynd.

 

Kennitölusöfnun

Skv. 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hrein­dýraveiða eru veiðileyfi gefin út á nafn veiðimanns og er það ekki fram­­seljanlegt. Það er síðan leið­sögu­­manna skv. 12. gr. sömu reglu­gerðar að fylgjast með að rétt sé að veiðum staðið, þ.á m. að ekki aðrir stundi veiðar en hafa til þess leyfi.
Þá fylgjast eftirlitsmenn Umhverfis­stofnunar jafnframt með veiðunum eins og unnt er, sbr. 5. gr. reglu­gerðar­innar. Erfitt er því að sjá hvernig frekar er unnt að tryggja að veiðar séu ekki stundaðar af mönnum án leyfis.Þrátt fyrir mikla umræðu um ofan­greint og þó nokkra eftir­grennsl­an af hálfu stofnunarinnar þá hefur lítið komið í ljós sem rennt gæti stoðum undir þessar sögusagnir.

Áki Ármann Jónsson
Forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar
Tags: hefur, verið, mesta, hægt, ásókn, svæð­um, slitnum, misjöfn, kyni, svæði, veiðileyfi, eftir
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Hreindýraveiðar Hreindýraveiðileyfi - úthlutunarreglur og ásókn