Það þarf að bera virðingu fyrir veiðidýrinu

Dýrunum fækkaði enn þrátt fyrir þessar ráðstafanir. Um miðbik 19. aldar voru hreindýr á Íslandi í þúsunum, um aldamótin 1900 að minnsta kosti nokkur hundruð, en samkvæmt talningu Helga Valtýssonar 1939 voru þau ekki nema hundrað í mesta falli 500. Sem tilraun til að rétta af stofninn var ákveðið að hefja veiðar á törfum. Hlutfall tarfa var óþarflega hátt, því ef of margir tarfar eru um hituna þá eyða þeir meiri tíma í að slást en að sinna kúnum. Árið 1939 var Friðrik Stefánsson bóndi á Hóli í Fljótsdal skipaður sérlegur eftirlitsmaður hreindýra og hafi hann þann verknað að fækka törfum skipulega, fylgjast með „veiðiþjófnaði“, sinna taln­ingu og annað í þeim dúr. Við þetta breytist staða hreindýranna mikið því nú voru þau í umsjá aðila sem tengdur var stjórnsýslu landsins. Aðgerðir þess­ar virðast hafa tekist vel því að 1953 var stofnin talin vera um 2000 dýr.

 

Veiðiþjófar

Eftirlit Friðriks með veiðiþjófn­aði, viðhald hlutfalla tarfa í hópn­um og hagstæðir vetur gerðu það að verkum að dýrunum fjölgaði hratt. Um leið og það gerðist fóru að heyrast aftur kvörtunarraddir um skemmdir á gróðri. Auk þess sem að fleiri vildu njóta góðs af hreindýrum þar sem kjöt þeirra þótti herramanns matur. Árið 1954 voru veiðarnar því gefnar frjálsari og leyfðar voru veiðar á 600 dýrum frá 10. ágúst til septemberloka ár hvert. Eftirlitsmaður þurfti áður að ákvarða hver mátti veiða og gefa út leyfin. Skyldi andvirði af sölu afurðanna skipt­ast á milli þeirra hreppa sem mest urðu fyrir ágangi hreindýranna. Með þessu átti að koma til móts við báðar þessar raddir, þá sem vildu kjöt og þá sem fannst illa farið með gróðurinn. Það hljómar kannski kátlega fyrir okkur í dag að maðurinn hafi verið í samkeppni við hreinýr um fæðu, en fjallagrös var lengi mikilvægur þáttur í fæðu okkar Íslendinga, þá sérstaklega hjá þeim fátækari í sveitunum.

 

250 krónur fyrir veiðileyfið

Árið 1958 var reglunum breytt þannig að heimilt varð að selja veiðileyfi til veiðifélaga og einstaklinga fyrir 250 kr leyfið en áfram þurfti eftir­lits­maðurinn að veita leyfið og hagn­aður skiptist á hreppana. Árekstrar á milli heimamanna og sportveiðimanna ásamt annarri slæmri reynslu af þessu fyrirkomulagi varð þess valdandi að 1972 var lokað fyrir þetta. Voru þá settir hrein­dýraeftirlitsmenn í hvert sveitarfélag og var þeirra verkefni að hafa eftirlit með dýrunum og annast veiðar til að fylla upp í kvótann. Hvert sveitar­félag sem hafði yfir kvóta að ráða skipti honum á milli íbúa sveitarfélagsins eftir ákveðnum reglum. Það þýddi að hvert heimili mátti veiða eða láta veiða einhvern tiltekin fjölda hreindýra. Fyrirkomulagið var í gildi til 1992 en þá var Hreindýraráð stofnað.
Á árunum 1992 – 2004 breyttust reglur um hreindýraveiðar talsvert. Það eru ekki lengur fáir útvaldir sem hafa rétt á að veiða. Veiðileyfi eru seld á frjálsum markaði þar sem hver sá sem uppfyllir ákveðin skilyrði um hæfni og þekkingu getur keypt sér leyfi. Þeir peningar sem inn koma vegna sölu veiðileyfa fara í kostnað vegna viðhalds og eftirlits með veiðun­um og hreindýrunum sjálfum. Það sem er umfram gengur til sveitarfélaganna og bænda sem eiga lönd að hreindýralendum.
Þó allir geti keypt sér leyfi þá þarf að uppfylla ýmis skilyrði um kunnáttu á vopnið og enginn, hversu vanur sem hann er, má fara á veiðar án aðstoðar í formi leiðsögumanns. Þessir leiðsögumenn, „leiðsögumenn með hreindýraveiðum“, verða að ljúka námskeiði til að hafa réttindi til að fylgja­ veiðimönnum um fjöll og firnindi. Talsverður áhugi er á starfinu og eru um 60 leiðsögumenn starfandi þó að talsvert fleiri hafi lokið prófi.

Picture 15.jpg

Annað sem þarf að uppfylla áður en farið er á hreindýraveiðar eru fjárhagsleg atriði. Það er ekki ódýrt að stunda hreindýraveiðar þar sem leyfi til að veiða hreindýrin geta kostað 30 – 90 þús. Þess fyrir utan þarf að borga leiðsögumanninum laun og einning þarf að greiða ferðakostnað og útbúnað. Að þessu samanlögðu er þetta augljóslega ekki ódýrt áhugamál.
Það sem gerir hreindýraveiðar það athygliverðar að ég, sem nemi í mannfræði við Háskóla Íslands, rannsaki þær er margt, en kannski fyrst og fremst hvað breytingin frá því að hreindýraveiðar voru hlunnindi og atvinna yfir í að verða að áhugamáli og sporti er snögg. Fyrir nokkrum árum mátti varla nokkur maður veiða nema hann hefði til þess sérstök leyfi. Þá var á herðum fárra að veiða öll þau dýr sem þurfti að veiða fyrir sveitarfélagið.

 

Afi veiðimaður

Afi minn var einn af þessum veiðimönnum og ég man eftir því þegar hann var marga daga upp á fjöllum að veiða fyrir alla nágranna okkar. Síðan koma hann niður með nokkur dýr og þeim var dreift til þeirra­ sem rétt höfðu á þeim. Hann eins og svo margir aðrir á þessu svæði ólst upp við að veiðarnar væru sjálfsögð hlunnindi og hreinlega hluti af síðsumarstörfum.
„Þetta var náttúrlega nokkurs konar veiðimannasam­félag. Maður lifði af því sem landið gaf og þegar ekki voru til frystikistur þá borðaði maður saltmeti meirihlutann af vetrinum. Þá var alltaf tilhlökkun á vorin, um miðjan júni, þá var skotið eitt hreindýr. Þá fengu menn nýmetið. Það var aldrei skotið nema eitt í einu því það þurfti að nýta það allt saman. Og þetta var dálítið fastur liður þannig að ég held að þetta hafi komist næst því, hér á Íslandi, að lifa í þessu svokall­aða veiðimannasamfélagi“.
Fyrir þá kynslóð veiðimanna sem voru að veiða fyrir nágrannanna voru veiðarnar ekki sport, heldur nær því að vera atvinna. Það er ekki hægt að halda því fram að þeir hafi ekki skemmt sér, en þá var viðhorfið allt annað. Að fara á hreindýraveiðar var eitthvað sem þurfti að gera til að ná hlunnindum.

 

Hlunnindum sem voru dýrmæt.

Picture 16.jpgR: Hefurðu einhverja tölu á hvað þú hefur veitt mörg hreindýr í heildina?
Nei það hef ég ekki. Ég hef eiginlega ekki áhuga á því, en það er orðið mjög langt síðan ég þekkti veiðiskjálfta. Ég hef ekkert gaman af að skjóta hreindýr.
R: Af hverju ertu þá að því?
Þetta var auðvitað gert. [...]Það á að bera virðingu fyrir veiði­dýrinu. Og náttúrunni, það verður eng­inn góður veiðimaður nema að hann geri það.“
Veiðarnar sjálfar voru svaðilfarir, ef mark er tekið á sögunum, farnar á hestum og seinna dráttarvél­um. Ferðarnar gátu tekið marga daga þar sem ferðast þurfti á hestum lang­ar leiðir og síðan koma kjötinu til byggða.­ Í dag ferðast veiðimennirnir um á bílum og ferðarnar eru dagsferðir þar sem farið er til byggða um kvöldið, hvort sem eitthvað veiðist eða ekki. En veiðiaðferðin sjálf hefur ekki mikið breyst. Algengast er að læðast að dýrunum og skjóta þau á færi. Megin munurinn á hvernig veiðarnar fara fram í dag og hvernig þær fóru fram á síðustu öld liggur í betri tækjum. Skotvopnin eru betri og einnig öll aðstaða til veiðanna. Á meðan farið var á hestum var veiðitúrinn jafnvel 5-6 dagar.

 

Kynlíf og veiðar

Veiðimennirnir í dag eru á veiðum vegna áhuga, ekki vegna nauðsynja eða skyldu. Þessi áhugi þarf að vera nokkuð sterkur þar sem þetta er dýrt áhugamál og margir í samfélaginu líta á veiðarnar sem grimmdar­verk. Tilfinningin að veiða, ná bráð­inni hefur af ýmsum fræðimönnum verði líkt við kynferðislega örvun eða valdstilfinningu3. Aðrir eru á þeirri skoðun að veiðimennska í dag sé vinsælt áhugamál vegna þess að þá kemst fólk út í náttúruna og úr hversdagsleik­anum. Fræðimenn hafa smíðað sínar kenningar um hvers vegna fólk veiðir en veiðimennirnir hafa sína skoðun á hvers vegna þeir veiða, en geta oft ekki eða hreinlega hafa ekki áhuga á að útskýra af hverju þeir sjálfir veiða. Tala um að þetta sé eitthvað í blóðinu, gamlar leifar frá því að menn þurftu að veiða sér til matar til að lifa af.
Það samræmist ekki hlutverki mínu sem rannsakanda en ég get skilið af hverju veiðimenn geta ekki, eða vilja ekki útskýrt af hverju þeir veiða. Þeir sem hafa áhuga á fótbolta eru ekki spurðir út í það af hverju þeir hafi gaman af fótbolta. Það er samt þetta sem vekur áhuga minn. Ég veiði ekki sjálf og varla veit hvað snýr fram og aftur á byssu, en mér finnst heillandi að rannsaka af hverju menn veiða í dag. Þeir sem hafa nú þegar rætt við mig um sínar veiðar hafa allir mismunandi skoðanir á af hverju þeir veiða. Það sem þeir eru allir sammála um að þeir eru að þessu vegna þess að eitthvað innra með þeim styður þá í þessu áhugamáli. Er þá rétt að tala um áhugamál, ætti ég kannski frekar að vera skoða þetta sem lífsstíl?
„Ég held að þetta sé eitthvað mikið dýpra heldur en bara að þurfa ná í matinn. Þetta er bara eitt­hvað í mönnunum og það er síðan bara mismunandi bakgrunnur, hvaðan þeir koma og svo framvegis sem ræður hvað og hvort þú veiðir“

Ólöf Sæunn Valgarðsdóttir
nemi í Mannfræði

 

Haft eftir Stefáni Thorarensen amt­manni úr Á hreindýraslóðum eftir Helga Valtýsson (1945) bls 119
Það er almennt vitað að eitthvað var veitt af dýrum á meðan alfriðun stóð, en þessi 4 ár sem mátti veiða þau fóru margir til veiða og mikið var veitt. M.a. minnst á þetta í bók Ólafs Þorvaldssonar Hreindýr á Íslandi (1960).
Heidi Dahles 1993 Game killing and killing games.
Tags: hreindýr, veiða, voru, þar, þau, 1771, íslandi, mátti, árum, alfriðun, veidd, veiðar, þeirra, árið, hreindýraveiðar
You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Hreindýraveiðar Það þarf að bera virðingu fyrir veiðidýrinu