Í sigtinu - Hreindýr

skotvis1998f.jpgÞað má segja að saga hreindýra á Íslandi hefjist árið 1699 en þá lagði Páll Vídalín það til að selja hesta úr landi en kaupa hreindýr í Finnmörku fyrir hagnaðinn og flytja til landsins. Tæpum hundrað árum síðar voru hrein­dýr flutt fjórum sinnum til lands­ins og var markmiðið að efla íslenskan landbúnað. Skil­yrði til hjarðmennsku voru síðar talin skorta og því hafa hrein­dýrin ævinlega gengið villt á Íslandi.
Fyrstu hreindýrin (13 eða 14) komu til Vestmannaeyja árið 1771. Um helm­ingur þeirra drapst fljótlega en 7 dýr voru flutt að Hlíðarenda í Fljóts­hlíð. Þau voru öll dauð um 1783.
Árið 1777 var 23 hreindýrum sleppt á land á Hvaleyri við Hafnar­­fjörð. Aðalheimkynni þeirra urðu austurfjöll Reykjanesskagans. Hrein­dýrin urðu líklega...

Read more: Í sigtinu - Hreindýr

„Gormaðurinn“

skotvis2002f.jpg„Hreindýraveiðar“. Bara orðið eitt og sér er í huga margra skotveiðimanna ávísun á ævintýri. Þegar ég hóf störf á frystitogaranum Rán HF 42 frá Hafnarfirði í nóvember árið 1996 hafði ég ekki mikið leitt hugann að slíkum veiðum utan að fara eitt skipti sem leyfiseigandi en ekki veiðimaður. Er skemmst frá því að segja að ég ætlaði aldrei aftur á hreindýraveiðar. En jæja, á umræddu skipi reyndust vera nokkrir áhuga­menn um skotveiði sem líkt og ég fóru til rjúpna og stunduðu aðrar fugla­veiðar...

Read more: „Gormaðurinn“

Hreindýraveiðileyfi - úthlutunarreglur og ásókn

skotvis2006f.jpgÁsókn í veiðileyfi á hreindýr hefur aukist ár frá ári og virðist ekkert lát þar á.(tafla 1) Ástæður þessa eru ekki ljósar en bent hefur verið á alfriðun á rjúpu, aukna velmegun o.s.frv. Undirrituðum finnst hinvegar ástæðan liggja í augum uppi. Rétt elduð hreindýrasteik er það mesta lostæti sem hægt er að komast í og ef hægt er að krydda hana með veiðisögu sem lýsir áreynslu, sprungnum dekkjum, slitnum lærvöðvum veiðimanna og hetjudáð leiðsögumannsins þá er kvöldinu reddað.
Ásóknin er samt...

Read more: Hreindýraveiðileyfi...

Það þarf að bera virðingu fyrir veiðidýrinu

skotvis2004f.jpg

Hreindýraveiðar frá sjónarhóli mannfræðinnar

Hreindýr hafa verið veidd á Íslandi síðan árið 1771. Ekki án hléa, en upphaf hreindýraveiða Íslendinga hófst þegar hópur 14 dýra var fluttur til Vestmannaeyja 1771. Hópurinn dafnaði ekki vel og fljótlega voru eftirlifandi dýr flutt til Fljótshlíðar. Talið er að af þeim 7 dýrum sem ekki lifðu af vistina í Vestmannaeyjum hafi að minnsta kosti 4 þeirra verið veidd af heimamönnum.
Fyrsta friðun hreindýra kom til árið 1787 og átti að standa yfir í 10...

Read more: Það þarf að bera...

You are here: Home Tímaritið SKOTVÍS Greinar um málefni Hreindýraveiðar