Rjúpnamerkingar - Um ferðalög og afföll Hríseyjarrjúpna
- Details
- Published on 21 April 2008
- Hits: 3615

Vöktun íslenska rjúpnastofnsins á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands hófst snemma á 7. áratugnum. Ákveðnir stofnþættir rjúpunnar eru mældir á hverju ári, m.a. karratala á nokkrum svæðum á vorin, aldurshlutföll á vorin og haustin og fjöldi stálpaðra unga á kvenfugl síðsumars. Niðurstöður þessara rannsókna eru kynntar í fréttatilkynningum Náttúrufræðistofnunar vor og haust og m.a. var fjallað um þessi mál í síðasta tölublaði Skotvís (2:29-31). Einn liður í vöktun Náttúrufræðistofnunar eru merkingar, en reynt er að merkja 300-500 rjúpur hverju ári. Tilgangurinn með þessum merkingum er að fá upplýsingar um afföll vegna skotveiða og ferðalög fuglanna utan varptíma. Rjúpur hafa mest verið merktar í Hrísey, Mývatnssveit, á...
Þúsund gæsir
- Details
- Published on 21 April 2008
- Hits: 2465

Síðasta dag júlímánaðar á þessu ári kom fimmtán manna hópur þreyttra og ánægðra gæsamerkingarmanna til höfuðborgarinnar eftir tveggja vikna ferð um landið.
Hér var á ferðinni leiðangur á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands og Wildfowl & Wetlands Trust frá Bretlandi (WWT) og var þetta fjórða árið í röð sem slík ferð er farin í þeim tilgangi að merkja gæsir. Lagt var af stað um miðjan júlí, en þá eru flestar gæsirnar enn í sárum og ungarnir orðnir það stórir að hægt er að setja á þá merki...
Ástand rjúpnastofnsins vorið 1999
- Details
- Published on 21 April 2008
- Hits: 2150

Á Náttúrufræðistofnun Íslands er safnað kerfisbundið upplýsingum um ástand rjúpnastofnsins. Þetta er gert með vortalningum, athugunum á aldurssamsetningu stofnsins vor, haust og vetur, og merkingum. Athuganir á aldurssamsetningu varpstofnsins og vortalningar 1999 eru nýlega afstaðnar og fróðlegt að skoða hvað þessar rannsóknir segja segja okkur um ástand rjúpnastofnsins.
Rjúpnatalningasvæðin eru 15 þar sem talið hefur verið undanfarin ár og eru í öllum landshlutum. Aldurshlutföll...
Í sigtinu - Skarfur
- Details
- Published on 21 April 2008
- Hits: 4381

Maður einn fór að veiða skarf,
hafði fengið fjóra,
vildi ná þeim fimmta,
en í því hvarf
ofan fyrir bjargið stóra.
Skarfar eru stórir og áberandi fuglar sem finnast meðfram sjávarströndum og á vötnum víða um heim. Skarfarnir mynda sérstaka ætt fugla, Phalacrocoracidae, en það orð er úr gríska orðinu fyrir skarf, og þýðir eiginlega sköllóttur hrafn.
Líkamsbygging skarfa einkennist af fiðurlausu svæði kringum munnvik, útvíkkuðu koki, stuttri tungu og stórri sundfit sem er þanin milli allra...
Íslenskur fuglavísir - nauðsynleg bók fyrir skotveiðimenn
- Details
- Published on 14 April 2008
- Hits: 3013
