Tvö svæðisráð á einni helgi

Það skiptir stjórn SKOTVÍS miklu máli að vera í sem bestu sambandi við hinn almenna félagsmann, hvar á landinu sem hann býr. Í því augnamiði blés stjórn félagsins til tveggja funda á austurlandi um helgina. Sá fyrri var haldinn á Hornafirði föstudaginn 15. janúar en sá síðari á Egilsstöðum laugardaginn 16. janúar. Báðir fundirnir voru vel sóttir og sköpuðust á þeim miklar og áhugaverðar umræður um réttindabaráttu skotveiðimanna og skotveiðar almennt. Á báðum fundum var stofnað til svæðisráða, en markmið þeirra er meðal annars að gæta hagsmuna veiðimanna á einstökum landssvæðum. Í stjórn svæðisráðs Suðausturlands, sem stofnað var til á Hornafirði, voru kjörnir Karl Sigurður Guðmundsson (formaður), Jón Þorbjörn Ágústsson, Gunnar Örn Reynisson og Hjörvar Ingi Hauksson. Í stjórn svæðisráðs Austurlands (stofnað á Egilsstöðum) voru kjörnir Reimar Ásgeirsson (formaður), Þorlaugur Gunnarsson, Kristján Krossdal og Grétar Karlsson.

 

Sud austurland

Stjórn svæðisráðs Suðausturlands. Á myndina vantar Jón Þorbjörn Ágústsson. 

 

austurland
Stjórn svæðisráðs Austurlands. Á myndina vantar Grétar Karlsson. 
Tags: örn, voru, svæðisráðs, hauksson, karl, stjórn, ingi, gunnar, guðmundsson, sigurður
You are here: Home