SKOTVÍS skoðar hljóðdemparamál

Á nýliðnum aðalfundi SKOTVÍS var tekið fyrir erindi Guðfinns Kristjánsonar um að félagið taki við keflinu í baráttu fyrir því að noktun hljóðdempara verði heimiluð hér á landi. Var beiðni hans samþykkt og því beint til stjórnar að fylgja málinu eftir. Aðalfundur þakkaði Guðfinni fyrir framtak hans í málinu, en hann hóf meðal annars undirskriftarsöfnun á netinu til að vekja athygli á því. Ennfremur er honum þakkað fyrir að treysta SKOTVÍS að koma málinu áfram.

Stjórn SKOTVÍS hvetur alla áhugasama að taka þátt í undirskriftarsöfnuninni

Tags: hans, skotvís, athygli, vekja, meðal, framtak, ennfremur, annars
You are here: Home