SKOTVÍS kærir sveitarstjórn Húnaþings vestra

Eins og kunnugt er hefur Skotvís árlega sett fram gagnrýni á sölu veiðileyfa og ráðstöfun á rjúpnaveiði í þjóðlendum og svæðum utan eignarlanda af hálfu sveitarfélagsins Húnaþings vestra. Skotvís hefur nú skotið þessum ágreiningi til úrskurðar forsætisráðuneytisins, sem fer með málefni þjóðlendna, með kæru dags. 18. nóvember s.l.
Tilgangur kærunnar er að fá úr því skorið að ráðstöfun veiðleyfa í þjóðlendum sé ekki á valdi sveitarfélaga heldur sé um almannarétt að ræða sem sveitarfélög hafi ekkert með að gera.

Myndin sem fylgir fréttinni er af korti sem SKOTVÍS lét vinna vegna kærunnar. 

Tags: hefur, skotvís, kæru, húnaþings, skorið, nóvember
You are here: Home