SKOTVÍS fundaði með umhverfisráðherra

Fulltrúar SKOTVÍS áttu gagnlegan fund með Sigrúnu Magnúsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ráðuneytinu í gær. Forsvarsmenn félagsins óskuðu fyrir nokkru eftir tækifæri til að ræða við ráðherra um málefni skotveiðimanna og gafst það tækifæri á fundinum. Á honum lögðu fulltrúar SKOTVÍS áherslu á tvö mál. Annarsvegar mikilvægi þess að ná sátt um framtíðar fyrirkomulag rjúpnaveiða sem hefur verið eilíft þrætuepli síðan því var breytt árið 2003. Hinsvegar voru teknar til umræðu veiðar á svartfugli, en fyrirkomulagi þeirra veiða hefur verið breytt nokkrum sinnum síðustu ár. Allar þær breytingar hafa falið í sér styttingu veiðitímans, yfirleitt án þess að vísindaleg rök liggi fyrir um að veiðar hafi nokkur áhrif á stofnstærð svartfugls. 

Á fundinn mættu fyrir hönd SKOTVÍS Dúi J. Landmark formaður, Aðalbjörn Sigurðsson ritari og Arne Sólmundsson, formaður fagráðs um vöktun, rannsóknir og veiðistjórnun.

Tags: þess, hefur, hafa, verið, skotvís, veiðar, breytingar, falið, tækifæri, breytt
You are here: Home