Rjúpnatalning í byrjun maí

Skotvís hefur í allmörg ár tekið þátt í rjúpnatalningu NÍ á vorin. M.a. hafa verið taldar rjúpur í Vestur Húnavatnssýslu, nánar tiltekið milli Miðfjarðar og Víðidals. Skotvís hefur staðið straum af kostnaði við ferðir og gistingu en oftast hafa þátttakendur gist eina nótt að Dæli í Víðidal.

Stefnt var að því að fara norður föstudaginn 6. maí en vegna veðurs hefur ferðinni verið frestað. Nú er áætlað að fara föstudaginn 20. maí og að lagt verði af stað eftir vinnu. Talningamenn hafa venjulega gengið föstudagskvöldið og síðan á laugardeginum og farið heim seinni partinn á laugardag. Þetta er frábært tækifæri til að „framlengja rjúpnavertíðina“ en núna með kíki og kannski myndavél að vopni.

Þátttakendur mættu hinsvegar vera fleiri og því eru þeir félagsmenn sem vilja leggja verkefninu lið hvattir til að taka þátt. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samaband við Bjarna í síma 862 2604 sem gefur fúslega frekari upplýsingar.

Tags: hefur, hafa, skotvís, þátttakendur, kannski, maí
You are here: Home