Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Aldursatakmark við veiðar

Vegna fréttar á pressan.is vill fyrrverandi formaður SKOTVÍS, Sigmar B. Hauksson koma eftirfarandi á framfæri:

Fréttamaður Pressunar hefur rangt eftir fyrrverandi formanni um að það sé rétt að lækka aldursviðmið til að eignast skotvopn.  Fréttamaður hafi ekki gert greinarmun á því að eignast skotvopn, þ.e. að taka skotvopnaleyfi, og því að meðhöndla skotvopn við veiðar, þ.e. skotveiðileyfi, undir leiðsögn og eftirliti fullorðinna.

Stjórn Skotveiðifélag Íslands (SKOTVÍS) vill að þessu tilefni benda á eftirfarandi:

Veiðar eru sambland útivistar og landnytja þar sem blandast saman þekking veiðimanns á náttúru og dýraríki. Fyrir því að stunda veiðar ættu ekki að vera nein aldurstakmörk ef óreyndur veiðimaður er undir leiðsögn reyndari veiðimanns. Hvað varðar skotvopn sérstaklega, þá hefur SKOTVÍS aldrei talað fyrir því að lækka eigi aldur eigenda eða handhafa skotvopna neðar en það sem gilt hefur um langa hríð, né að slakað verði á öryggiskröfum um kaup og geymslu vopna.  Þvert á móti hefur félagið einmitt beitt sér fyrir bættri umgengni og meðferð skotvopna á meðal veiðimanna enda stendur félagið fyrir ábyrgð og aga í þessum efnum. Siðareglur félagsins eru til vitnis um það.

Hinsvegar er verið að tala um að gefa eðlilegt svigrúm til „veiða undir leiðsögn" og á þessu er verið að taka í nýrri löggjöf, en SKOTVÍS kom að endurskoðun skotvopnalöggjafarinnar ásamt mörgum öðrum, s.s. fulltrúm lögreglunnar, skotíþróttafélögum o.fl., þar sem tekið er á þessum lið.

„Veiðar undir leiðsögn" er í eðli sínu fræðsla og ber að ræðast undir þeim formerkjum.  Reyndir skotveiðimenna hafa margir hverjir stundað veiðar frá unga aldri undir leiðsögn þar sem tekið hefur verið tillit til aðstæðna, fjölda veiðimanna á svæðinu o.s.frv. án þess að slys hafa hlotist af og menn orðnir reynslunni ríkari. SKOTVÍS telur hinsvegar eðlilegt að takmarka eigi „veiðar undir leiðsögn" við A-Leyfið svokallaða, þar sem slík takmörkun hamli ekki tilgangi fræðslunnar.

Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS

Tags: skotvopn, fréttamaður, eignast, fyrrverandi, eftirliti, fullorðinna, gert, lækka, aldursviðmið, þ.e, greinarmun, rétt, hafi
You are here: Home