Afmæliskveðja - Sverrir Scheving

Sverrir Scheving Thorsteinsson var einn af stofnundum Skotvís fyrir tæpum 35 árum síðan og var fljótt mikill athafnamaður um nær allt er varðaði það félag í nokkra áratugi. Hann er vel ritfær maður  og fylginn sér og mörg voru þau fréttabréf sem hann samdi og skrifaði um hin ýmsu málefni eins og landréttarmál skotveiðimanna,hreindýramál og hvernig við sáum til að þeim var breytt okkur aðeins í hag, kennslu og þjálfun í meðferð skotvopna fyrir byrjendur og svona mætti lengi telja, en maðurinn er frábær og kom ýmsu á framfæri og hæfilega ýtinn sem ekki veitti af varðandi þá sem landinu stjórna á hinum ýmsu sviðum. Sverri var launað  frá Skotvís hálfu er hann var einn af þeim fyrstu sem fékk gullmerki félagsins og átti það vel skilið. Sverrir verður 85 ára gamall þann 18. júní og fellur því í raðir eldri höfðingja Skotvís eins og Jóns Ármanns Héðinssonar og Bjarna Kristjánssonar sem einnig unnu mikið fyrir það ágæta félag   
 
Skotvís þakkar Sverri fyrir hans frábæra starf í þágu félagsins og vonast til þess að hann leggi ýmislegt að mörkum þegar saga félagsins verður brátt skrifuð ,því hann er manna fróðastur í þeim efnum og á ýmislegt kann frá mörgu að segja um félagið.
Hann lengi lifi Hurra,hurra,hurra.
 
Sólmundur Tryggvi Einarsson
Tags: félagsins, eins, skotvís, félag, ýmislegt, verður, lengi, einn, ýmsu
You are here: Home