Þróunarsjóður styrkveitingar - Umsóknarfrestur til 20 des. 2013

Þróunarsjóður SKOTVÍS og SKOTREYNAR auglýsir eftir umsóknum um styrkveitingar.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 20 des. 2013

Ert þú með góða hugmynd sem þér langar til að verði að veruleika?

Hugmynd sem þú telur að geti komið félögunum tveimur og félagsmönnum þeirra til góða eða þá stutt við hagsmunabaráttu skotveiðimanna á landsvísu?

Ert þú með hugmynd sem gæti bætt æfingaaðstöðu skotveiðimanna, langar þig að taka saman og gera aðgengilegt fyrir veiðimenn hvar má veiða eða ertu með hugmynd af sniðugu skotveiðitengdu appi í símann?

Svona hugmyndir og allar hinar eiga möguleika á að fá styrk úr þróunarsjóðunum. Þróunarsjóður SKOTVÍS og SKOTREYNAR auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli ákvæðis í samstarfssamningi félagana tveggja.

"Markmiðið með sjóðnum er að vinna að skilgreindum verkefnum sem styðja við uppbyggingu á starfsemi Skotreynar eða hagsmunabaráttu skotveiðimanna á landsvísu. Í stjórn sjóðsins sitja tveir félagsmenn frá hvoru félagi og eru þeir skipaðir til eins árs í senn af stjórnum félaganna á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund félaganna."

Taktu saman hvað þig langar til að gera, rökstyddu hvernig það gagnast félögunum tveimur eða skotveiðimönnum almennt ásamt kostnaðaráætlun og sendu okkur á netfangið throunarsjodur@skotvis.is fyrir 20 desember 2013.

Umsóknir vegna starfsársins 2013 verða afgreiddar í janúar 2014.

Tags: skotveiðimanna, hugmynd, langar, þróunarsjóður, skotreynar, félögunum, saman, þig, tveimur, góða, hagsmunabaráttu, eftir, þú
You are here: Home