Ferðafrelsi

Þann 1. desember síðast liðinn voru stofnuð ný regnhlífarsamtök sem kallast Ferðafrelsi sem hafa það hlutverk m.a. að standa vörð um almannarétt, ferðarétt, útivistarrétt, veiðirétt og verndun náttúru Íslands. Skotvís er eitt af stofnfélögum ferðafrelsis ásamt m.a. F4x4 en Guðmundur Kristinsson var kjörinn formaður Ferðafrelsis á stofn fundi félagsins. Ferðafrelsis hópurinn hafði komið að ýmsum verkefnum fyrir formlega stofnun s.s. Krossferðin á Kistuöldu og útgáfu bæklinga um ferðafrelsi. Stefnt er að því að fyrsti aðalfundur félagsins verði haldin í byrjun árs 2011.

Kv. Kristján Sturlaugsson
Tags: félagsins, hafði, ýmsum, ferðafrelsis, formlega, hópurinn, krossferðin, komið, ferðafrelsi, stofnun, verkefnum, fundi, formaður
You are here: Home