Ágætu félagsmenn SKOTVÍS

Stjórn SKOTVÍS hefur ákveðið að senda félagsmönnum af og til rafrænt fréttabréf um það sem er efst á baugi í starfsemi félagsins. Okkur til mikillar ánægju er félagsmönnum SKOTVÍS nú að fjölga. Það verður að segjast eins og er, að oft var þörf en nú er nauðsyn.


Nú rignir yfir okkur tillögur ýmissa nefnda, stjórna og ráða sem ganga út á að að takmarka skotveiðar og hefta frelsi okkar um að ferðast um hálendi Íslands. Þessum tillögum hefur verið andmælt og höfum við lagt mikla vinnu í að safna staðreyndum um það hvað þessar tillögur eru oft illa unnar og virðast ekki hafa neinn marktækan tilgang. Vonandi tekst okkur að koma í veg fyrir að í það minsta allra "fáránlegustu" tillögunnar nái fram að ganga. Til þess að svo megi verða þurfa samtök okkar skotveiðimanna að vera öflug og kraftmikil.

Tags: hefur, hafa, verið, skotvís, félagsmönnum, fréttabréf, okkur, unnar, virðast, tilgang, neinn, marktækan, tillögur, okkar
You are here: Home