Fréttabréf SKOTVÍS 1979 - 2003 (2011)

Fréttabréf SKOTVÍS hefur í gegnum tíðina verið einn mikilvægasti fréttamiðill félagsins, en fyrsta tölublaðið var gefið út í mars 1979 og kom fréttabréfið út með hléum til mars 2003, en þá var ákveðið að nýta vef SKOTVÍS til að koma fréttum og fróðleik á framfæri við félagsmenn. Ástæður þessa var fyrst og fremst að leita í auknum kostnaði vegna póstburðargjalda.

Gerð var tilraun árið 2011 til að endurvekja Fréttabréfið á netinu, en hætt var við þau áform og þess í stað lögð áhersla á að virkja vef félagsins enn frekar og gera hann meira lifandi og koma þannig fréttum og öðru efni til félagsmanna.

Eldri fréttabréf eru engu að síður mikilvæg heimild sem félagsmenn geta lesið sér til gagns og gamans og fræðst um það sem á daga félagsins hefur drifið og því lagði stjórn félagsins mikla áherslu á að gera þau aðgengileg á rafrænu formi.


FRÉTTABRÉF SKOTVÍS 2011FRÉTTABRÉF SKOTVÍS 2000 - 2003FRÉTTABRÉF SKOTVÍS 1992 - 1999FRÉTTABRÉF SKOTVÍS 1979 - 1987

Tags: félagsins, hefur, skotvís, þau, 1979, mars, fréttabréfið, gera, fréttum, 2011, 2003, fréttabréf, koma
You are here: Home Fréttabréf Fréttabréf SKOTVÍS