Láttu ekki þitt eftir liggja - Veiðivísa að austan
- Details
- Published on 27 August 2012
- Hits: 1202

Átakið "Láttu ekki þitt eftir liggja" hefur vakið verðskuldaða athygli frá því var hleypt af stokkunum. Philip Vogler á Egilsstöðum er einn þeirra sem er ánægður með þetta samstarfsverkefni SKOTVÍS, OLÍS og Umhverfisstofnunar og sendi skrifstofu SKOTVÍS meðfylgjandi vísu.
Vilt ei eftir láta liggja
lýti úr byssu þinni,
þig vil ekki heldur hryggja
henda neinu úr minni.
SKOTVÍS þakkar fyrir þessa hvatningu og hvetur hagyrðinga af öllu landinu að lauma að okkur fleirri veiðivísum á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .
Málefni Veiðikortasjóðs
- Details
- Published on 26 August 2012
- Hits: 948
Málefni Veiðikortasjóðs eru veiðimönnum hugleikin og hefur SKOTVÍS um langa hríð unnið að því að varpa skýrara ljósi á starfsemi sjóðsins með margvíslegum fyrirspurnum til Umhverfisstofnunar og Umhverfisráðuneytis. Þessi vinna er langt komin og er afraksturinn til þessa núna aðgengilegur á vef SKOTVÍS (www.skotvis.is) undir flipanum "Náttúra og nýting // Vöktun, rannsóknir og Veiðikortasjóður". Þar er að finna áherslur SKOTVÍS í málefnum vöktunar, rannsókna og Veiðikortasjóðs, ásamt lista yfir þau verkefni sem hlotið hafa styrki til þessa. Á þessum lista koma einnig fram upplýsingar um tegund og heiti verkefna, styrkþega, upphæðir ásamt viðeigandi krækjum.
Tilgangurinn með þessu yfirliti er að fá heildarmynd yfir það sem hefur áunnist...
Gæsaveiðitímabilið hefst 20. ágúst
- Details
- Published on 18 August 2012
- Hits: 1334

Á mánudag 20. ágúst rennur upp sá dagur sem í hugum flestra veiðimanna markar upphaf haustveiðinnar, en þá hefjast gæsaveiðar að nýju og standa til 15. mars (Helsingjaveiðar hefjast 1. september). Reyndar hófust hreindýraveiðarnar þann 15. júlí og á þessum tímapunkti er sennilega búið að veiða um 200 dýr af 1009 dýra kvóta, en þeim hreindýraveiðum lýkur 15. september (tarfar) og 20. september (kýr).
Undanfarna mánuði hefur SKOTVÍS hvatt veiðimenn til að undirbúa sig vel fyrir veiðitímabiið, með...
Það styttist í að gæsaveiði hefjist
- Details
- Published on 08 August 2012
- Hits: 1022

Nú er upplagt að nota tímann fram að 20. ágúst í að æfa sig og taka þátt í Dúfnaveislunni 2012.
Fyrirkomulagið á Dúfnaveislunni er einfalt, þú veiðimaður góður mætir á opnunartíma á næsta skotvöll, upplýsingar um opnunartíma er að finna á http://skotvellir.is og hjá hverju skotfélagið fyrir sig.
Skorkortið færðu á skotvellinum og að loknum 10 æfingahringjum er kortinu skilað til starfsmanns vallarins. Þá ertu kominn í haddrættispottinn, vinningshafar verða dregnir út fyrstu vikuna í...
Láttu ekki þitt eftir liggja
- Details
- Published on 16 August 2012
- Hits: 4856

Hvatningarátakið - Láttu ekki þitt eftir liggja
Olís, Skotvís og Umhverfisstofnun munu á komandi veiðitímabili standa fyrir átakinu " Láttu ekki þitt eftir liggja" sem er hvatningarátak til veiðimanna um að taka með sér tóm skothylki af veiðislóð og skila á næstu Olís-stöð þar sem þátttakendur munu skila inn þáttökuseðli og fara í pott sem dregið verður út í lok átaks með veglegum vinningi. Markmiðið með átakinu er að hvetja veiðimenn til þess að ganga vel um landið og skilja einungis...
Hefur þú skotið af boga ?
- Details
- Published on 08 August 2012
- Hits: 1017

HEFUR ÞÚ SKOTIÐ AF BOGA ?
Ef ekki, nú er tækifærið !
Á milli klukkan 12 og 14, laugadaginn 11 ágúst næstkomandi gefst meðlimum Skotreyn og Skotvís tækifæri að koma og prófa að skjóta af boga á skotsvæði Skotreynar á Álfsnesi.
Boðið er uppá þetta í samstarfi við Bogveiðifélag Íslands. Einnig verður möguleiki á að kynna sér starfssemi Bogveiðifélagssin. Sýnd verða kynningarmyndbönd þar sem meðal annars er borið saman bogi og ör með veiðiodd á móti 30-06 / 375 Holland og Holland með 165gr...
More Articles...
- Dúfnaveislan 2012
- Tilboð frá Icelandair til félagsmanna Skotvís
- Fréttir af störfum stjórnar, framkvæmdaráðs og nefnda
- Fréttir af störfum stjórnar, framkvæmdaráðs og nefnda
- Athugasemdir Axels Kristjánssonar vegna verklegs skotprófs vegna hreindýraveiða
- Frá formanni SKOTVÍS vegna skotprófs fyrir hreindýraveiðar
- Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Verklegt skotpróf
- Óskað eftir 13.000 (fræði)veiðimönnum!
- Karratalningar SKOTVÍS á Þingvöllum 21. maí
- Karratalningar SKOTVÍS í Fitjárdal í Vestur Húnavatnssýslu í maí