Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður SKOTVÍS látinn
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 1225

Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður SKOTVÍS, lést aðfararnótt 24. desember á Landspítalanum eftir stutt veikindi. Hann var 62 ára.
Sigmar fæddist 3. október árið 1950. Hann var landsþekktur fyrir störf sín á fjölmiðlum. Hann starfaði hjá Ríkisútvarpinu til margra ára, bæði hjá fréttastofu útvarpsins og einnig við þáttagerð. Hann gerði bæði matreiðsluþætti og ferðaþætti sem nutu mikilla vinsælda hjá landsmönnum. Þá skrifaði hann reglulega pistla í Morgunblaðið. Síðustu misserin vann hann hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Sigmar lagði margt til skotveiða á Íslandi sem formaður Skotveiðifélags Íslands á árunum 1995-2011. Hann var þar fremstur í flokki með að bæta ímynd skotveiðimanna, þar sem hann hvatti skotveiðimenn til þess að virða...
Aldurshlutföll rjúpu á veiðitíma 2012
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 1069

Rjúpnaveiðimenn eru nú í óða önn að undirbúa jólin og ekki seinna vænna að huga að verkun rjúpunnar. SKOTVÍS og Náttúrufræðistofnun hvetja rjúpnaskyttur til að klippa annan vænginn af rjúpum sem þær veiða og senda stofnuninni.
Af vængjunum má ráða hvort um er að ræða fugl á fyrsta ári eða eldri fugl. Fuglum af sama veiðisvæði eða úr sömu sveit þarf að halda saman í poka þannig að hægt sé að sundurgreina sýnin eftir landshlutum. Í meðfylgjandi krækju er að finna leiðbeiningar um hvernig rjúpan er kyngreind og aldursgreind (bls. 16).
Niðurstöður verða birtar jafnóðum á vef Náttúrufræðistofnunar en þær verða meðal annars notaðar við mat á stofnstærð rjúpunnar í landinu.
Vinningshafar - Láttu ekki þitt eftir liggja
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 1088

Þann 13 desember síðastliðinn var dregið í vinningsleik átaksins Láttu ekki þitt eftir liggja. Mikill fjöldi veiðimanna tók þátt í leiknum og þökkum við þeim öllum fyrir þátttökuna og gaman að sjá hvað margir láta sig það varða að ganga vel um landið og skil tómum skothylkjum til Olís. Sá heppni sem vann 150 þús. kr. eldsneytisúttekt hjá Olís heitir Herbert Canram og óskar Skotvís, Olís og Umhverfisstofnun honum til hamingju með vinninginn. Skotvís vill þakka Olís og Uhverfisstofnun fyrir...
Beðið eftir gæsinni
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 1041

Félagsmönnum stendur til boða á sérstöku tilboði DVD diskurinn Beðið eftir gæsinni. Sem er einleikur eftir Ásgeir Hvítaskáld.
Verðið til félagsmanna er 2.000. krónur
Til að fá afsláttinn þá sendið tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Takið fram að þú ert félagsmaður Skotvís.
Hvað marga diska þú vilt.
Nafn og heimilisfang.
Þá færðu diskinn sendann til þín með reikningi (sleppum þá við póstkröfugjöld)
Ranghugmyndir yfirvalda um rjúpnaveiði (Aðsend grein)
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 1118

GREININ BIRTIST Á VISIR.IS ÞRIÐJUAGINN 18. DESEMBER 2012 (DÚI LANDMARK)
Nú er rjúpnaveiðitímabili þessa árs lokið, og full ástæða er til að fjalla um þá afleitu stöðu sem komin er upp varðandi rjúpnaveiðar eftir að umhverfisráðherra setti á nýja reglugerð fyrir tveimur árum.
Þessi reglugerð heimilar veiðar í 9 daga sem dreifast á fjórar helgar á ári, frá lokum október til loka nóvember. Skemmst er að segja frá því að við gerð hennar virðist hafa algjörlega gleymst að gera ráð fyrir...
Láttu ekki þitt eftir liggja - dregið 13. desember
- Details
- Published on 03 January 2013
- Hits: 847

Láttu ekki þitt eftir liggja - dregið 13. desember
Nú fer hver að verða síðastur að skila inn tómum skothylkjum til Olís því dregið verður um 150 þús. kr. eldsneytisúttekt þann 13. desember næstkomandi úr innsendum þátttökuspjöldum.
Skotvís vil koma á framfæri þökkum til Olís og UST fyrir samstarfið í verkefninu sem ætlað er að minna veiðimenn á hve mikilvægt er að skilja ekkert eftir á veiðislóð nema sporin sín og til þeirra veiðimanna og skotfélaga sem tóku þátt í verkefninu.
More Articles...
- Fréttatilkynning frá stjórn SKOTVÍS - Umsögn SKOTVÍS um frumvarp til nýrra vopnalaga
- Stofnfundur svæðisráðs norðvesturlands 28. nóvember 2012
- Framtíð ferðalandssins
- Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Veiðikortasjóði
- Stofnun Fagráða og Svæðisráða innan SKOTVÍS
- Styrkur í fjöldanum
- Láttu ekki þitt eftir liggja
- Dúfnaveislan Úrslit
- Flokkun landssvæðis, heimildir til veiða (skýringar)
- Rjúpnaveiðar 2012