Félagsfundur SKOTVÍS - Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en hvölum

Opinn fundur til kynningar "Frumvarps tíl laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en hvölum", haldinn 19. mars 1992, í Odda stofu 101 Háskóla íslands.

Fundurinn hófst á því að Bjarni Kristjánsson formaður setti fundinn og kynnti dagskrá, að því lokun gaf hann Arndri Þ. Sigfússyni orðið. Hann fór ítarlega í gegnum frumvarpið, lið fyrir lið með aðstoð myndvarpa. Þessi liður frumvarpsins, þ.e. kynning á frumvarpinu, var mjög tímafrekur þar sem allt frumvarpið var rakið. Þegar Amór hafði lokið máli sínu voru frjálsar umræður.

Fyrsti maður á mælendaskrá var Dagur Jónsson, honum þótti allt opið í frumvarpinu, mikið um lausa enda og spurði hvað gerðist ef þetta væri háð geðþóttaákvörðun umhverfisráðherra. Hvað gerðist t.d. ef Mangi Skarp yrði ráðherra. Arnór viðurkenndi að þetta væri nokkuð opið, þó væri dýranefnd ráðherra til aðhalds og öll fyrirmæli kæmu frá dýranefhd, hún yrði að fjalla um öll mál sem sett yrðu reglugerðarákvæði um.

Dagur kom með aðra spurningu, eru lögin tímabær? Amór benti á að það væru ýmis atriði í lögunum sem væru vel tímabær. T.d. þyrfti að athuga fyrir 1. maí hvar refaveiðar verða ekki greiddar.

Það var rætt um áreiðanleika veiðiskýrslanna.   Amór benti á að góðar skýrslur um rjúpnaveiði hefði verið til á meðan útflutningsskýrslur voru haldnar, á meðan rjúpur voru fluttar út en nú hafi menn ekkert í höndunum um veiðar.

Annar maður á mælendaksrá var Sólmundur Einarsson, hann var með harða gagnrýni á frumvarpið, og sagði: "Því betur og oftar sem ég les frumvarpið, því vænna þykir mér um núverandi fyrirkomulag og óska þess að lögin fáist ekki afgreidd, heldur verði sett í nefnd og ígrunduð mjög vel". Það var gerður góður rómur að þessari ræðu Sólmundar og fékk hann klapp fyrir.

Næstur var Ásgeir Heiðar með fyrirspum. Hann spurði hvort veiðikortin myndu gilda yfir allt landið, eða hvort landinu yrði skipt í svæði. Arnór taldi að allt landið yrði eitt veiðisvæði, en þetta væri ekki fullfrágengið ennþá.

Þá var Sverrir Sch. Thorsteinsson með nokkrar ábendingar. Hann benti á tilgang fundarins, var hann með tillögu og eindregin tilmæli, um veiðikortin, að bændur skuli jafnt á við aðra bera veiðikort og greiða fullt gjald fyrir. Sverrir velti því líka fyrir sér hvernig ráðherra ætlar að framkvæma nauðsynlegt eftirlit með að þessum lögum. Mæltist Sverrir til að búin yrði til ályktun í lok fundar.

Næstur tók til máls Sveinbjöm Guðmundsson, einnig Hannes H. Gilberts, hann var með breytingatillögu frá Skotveiðifélagi Suðurnesja og hljóðar hún svona orðrétt, er þetta breytingatillaga við 5. kafla 11. grein.:

"Veiðikort séu óstaðbundin og fjöldi dýra sé ótakmarkaður, það sé með árs gildistíma og hægt verði að nálgast þau fyrirhafnarlaust á næstu lögreglustöð eða sýsluskrífstofu, gegn hóflegu gjaldi. Varðandi skráningu á ársveiði þyrfti Umhverfisráðuneytið að útvega til þess, þar til gerðar handhægar bækur, er fylgdu veiðikortunum og yrði skilað inn við endumýjun þeirra, er færi fram utan veiðitíma". Undirritað Skotveiðifélag Suðumesja.

í kjölfar þessarar breytingartillögu, urðu almennar hugleiðingar. Amór var að hugleiða hvað hæfilegt gjald fyrir veiðikortið væri, og nefndu menn tölumar 1-2000 kr. sem viðmiðunargjald.

Næstur á mælendaskrá var Eiríkur Gunnarsson, spurði hann hvort hagnaður veiðikorta ætti að fara til rannsókna og einnig hvort bændur muni ekki hafa jafnan hag af þessu fyrirkomulagi, þurfa þeir yfirieitt að vera með einhver sérkjör á veiðikortum.

Amar Lúðvíksson kom með smá athugasemd, einnig Friðrik Sigurðsson. Arnar spyr Amór, í fyrsta lagi ætlar Amór að meta stofnstærð rjúpna út frá veiðiskýrslum. Þ.e. hvort áreiðanleiki veiðiskýrslanna verði sá að nota megi þær til skýrslugerðar. Arnór svaraði þessu með nei, en það megi sjá breytingu á stofhstærðinni út frá þeim. Friðrik spyr, er SKOTVÍS strax með frumvarpinu, þótti honum SKOTVÍS mæla frumvarpinu bót. í þriðja lagi spurði hann og bað um að fá glæru aftur upp á myndvarpann, þar sem raðað var niður í dýranefndina, þar væru 7 á móti 1, þ.e. einn maður frá skotveiðimönnum á móti sjö frá náttúuvemdarsinnum. Amór lýsti því yfir sem sinni skoðun að nefndin væri mjög sæmilega samsett. Fundarstjóri sem jafnframt er formaður SKOTVÍS kom nú með þá athugasemd, að hann lýsti því yfir að ef meirihluti stjómar SKOTVÍS væri hlynnt viðbrögðum Sólmundar Einarssonar, myndi hann segja af sér formennsku stjómar. Við þessu urðu engin viðbrögð.

Næstur á mælendaskrá var Jón Bragason. Hann spurði, hvaða rök lágu á bak við þá ákvörðun að setja aðeins tvö skot í skotgeymi. Arnór svaraði því að í Bernarsáttmálanum er kveðið á um þetta og eins er þetta í núgildandi lögum, með undanþáguheimildum. Amór hafði áður minnst á að hann hafði farið 20. ágúst í fyrra með þyrlu Landhelgisgæslunnar upp í Þjórsárver í eftirlit og upplýstist að þar hafði enginn verið staðinn að ólöglegum veiðum. Hins vegar hefði annars staðar sést til manna sem voru á jeppum utan vega og þar hafði þyrlan lent og menn verið skrifaðir upp kærðir.

Formaður Bjarni vakti athygli manna á siðfræðistefnu félagsins og var með hugleiðingar um útskýringar á bókviti, verksvit og siðviti.

Þá var á mælendaskrá Erlendur Þór Erlendsson, hann taldi að veiðiskýrslur myndu orsaka neikvæða umræðu. Það er að segja þær tölur sem hugsanlega yrðu birtar í skýrslum, myndu vekja upp óánægjuraddir, fólk færi að óskapast yfir þessum fjölda veiddra fugla og dýra. Arnór taldi það ekki vera, enda yrðu þessar tölur aðeins hafðar til hliðsjónar til að byrja með, en ekki til að birta sem skýrslu. Erlendur spurði einnig hvemig yrði með kostnaðinn við eftirlit, hann yrði óskaplegur, þar sem eftirlitsflug eða hálfur dagur á þyrlu væri um 100 þús. á tímann og það yrði hálf milljón á dag. Einnig spurði hann hvers vegna ætti að vemda einstaka veiðiaðferðir á sel. Amór svaraði því til að væntanlega yrði nú ekki staðið í mörgum leiðöngrum á þyrlunni til eftirlits, eftirlitið í dag væri nánast ekkert, þannig að ekki þyrfti nema 1-3 ferðir, þannig að menn vissu að það gæti fyrirvaralaust komið eftirlitsmaður, þá yrði það til að halda mönnum í skefjum. Einnig yrði að treysta á innra eftirlit, þ.e. að skotveiðimenn hefðu eftirlit hver með öðrum, menn athuguðu hvort menn hefðu veiðikort og færu ekki á veiðar með þeim sem ekki hefðu kort. Eins yrðu væntanlega bændur fengnir til að tékka á veiðikortum.

Næstur kvaddi sér hljóðs, Sólmundur Einarsson, hann las upp til áréttingar fyrri orða sinna á fundinum bréf sem var vinnuplagg, umsagnarbeiðni um drög (blaðið fylgir þessari fundargerð og skoðast sem hluti hennar) þó komu upp að upplestri loknum, framíköll og athugasemdir þar sem þetta plagg var alls ekki umsagnarbeiðni um drög að þessu frumvarpi heldur að hreindýralögum, sem var allt annað mál, geta menn lesið það á þessum bréfum sem fylgja fundargerð þessari.

Einar Hermannsson var næstur á mælendaskrá. Hann mælti vítt og breytt um veiðikort og endurnýjun þeirra.

Sverrir Sch. Thorsteinsson spyr og beinir máli sínu til veiðistjóra, Páls Hersteinssonar og fyrirlesara Arnórs Sigfussonar. Því óska dýrafræðingar aldrei eftir liðsinni skotveiðimanna við ákvarðanir stofnstærða. Veiðimenn eiga margir ítarlegar skýrslur í fórum sínum og til eru samantektir t.d. eftir Ólaf Karvel Pálsson. Sverrir hafði einnig athugasemdir við ýmsar greinar frumvarpsins, sérstaklega vildi hann koma að 50 metra ákvæðinu sem hann kallar, þ.e. að skotvopn skulu ekki hlaðinn nær vélknúnu farartæki á landi en 50 metra. Þessu vildi hann breyta í t.d. 250-500 metra. í sambandi við refsilögin, þá vildi hann herða viðurlög verulega.

Næst síðastur á mælendaskrá var Sveinbjörn Guðmundsson, hann spyr, á að boða til félagsfundar, opins fundar hliðstæðum þeim sem nú er haldinn, ef til þess kemur að umhverfisráðherra óskar eftir umsögn SKOTVÍS um frumvarpið. Hann spyr einnig á það að endurspegla vilja skotveiðimanna eða á það eingöngu að endurspegla vilja stjórnar SKOTVÍS. Formaður ítrekar að stjórn SKOTVÍS muni ekki láta fámennan hóp skotveiðimanna móta stefnuna. Sverrir Sch. nefndi að sjálfsagt væri að taka tillit til athugasemda skotveiðimanna og um það yrði fjallað í stjórn.

Að lokum tók til máls Hannes H. Gilberts frá Skotveiðifélagi Suðurnesja og beindi orðum sínum til stjórnar SKOTVÍS og spurði hvort ákvæði í nýjum lögum SKOTVÍS kvæði ekki á um að fundargerðir stjórnarfunda skyldu sendar öðrum skotveiðifélögum.

Fleiri komust ekki á mælendaskrá, þó margir hefðu viljað taka til máls. Skotveiðifélagið hafði salinn aðeins til kl. 23.00 og var fólk mætt og beið eftir að geta þrifið salinn.

Það var eins og menn höfðu reiknað með, þarna komu fram ýmis sjónarmið. Fundarmenn höfðu margar athugasemdir við frumvarpið. Þó tel ég að flestir hafi farið mun fróðari af fundinum, því Arnór gerði málunum mjög góð skil og leysti greiðlega úr spurningum varðandi frumvarpið.


Fundi var slitið kl. 23.00, þakkaði Bjarnimönnum komuna.

Tags: hafði, þar, skotvís, einnig, þetta, væri, menn, yrði, þessu, arnór
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Félagsfundur SKOTVÍS - Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum öðrum en hvölum