Fundur um stofnun félags skotveiðimanna

Hinn 16. mars 1978, var haldinn af frumkvæði nokkurra einstaklinga, fundur um stofnun félags skotveiðimanna. Fundur þessi var settur kl. 20:45 í fundarsal Hafrannsóknastofnunarinnar og setti hann Sólmundur Einarsson.  Bauð Sólmundur fyrir hönd fundarboðenda fundarmenn velkomna og skýrði tilgang fundarins, sem væri að athuga hvort forsenda væri til að stofna til félagsskapar skotveiðimanna.  Bað hann síðan Vilhjálm Lúðvíksson að taka að sér fundarstjórn.

 

Vilhjálmur Lúðvíksson sagði að hér væru til menn, sem áhuga hefðu til veiða með skotvopnum.  Væri m.a. þörf fyrir stofnun félags slíkra manna til þess að greina þá frá öðrum byssumönnum t.d. þeim, sem stunduðu skotkeppni sem íþrótt og þá einkum þeim, sem misnotuðu byssur eða kynnu ekki með þær að fara.  Vilhjálmur sagðist hafa starfað á vegum tveggja náttúruverndarsamtaka -Landverndar og náttúruverndarráðs- og hefði þessi þáttur útilífs oft komið til umræðu í þeim samtökum.  Hefðu umræður því miður oft endað á þann veg að þeir menn, sem með byssu færu væru settir í einn hóp , sem væri með öllu óverjandi og óalandi.  Hérna væri aftur á móti um að ræða einn þátt útilífs og þjóðlífs, sem hann og fleiri teldu þýðingarmikinn.  Væri því nauðsynlegt að til væru samtök manna, sem hægt væri að ræða við um ýmis mál t.d. varðandi skipulag útivistarsvæða.  Væri ekki nú hægt að tala um nokkra málssvara slíkra manna, og hefði þessi hópur því orðið útundan við skipulag svæða.  Tveir menn í Náttúruverndarráði hefðu lagt áherslu á þennan bátt varðandi nýtingu á friðunarlöndum t.d. rjúpnaveiðisvæðinu í Bláfjöllum.  Nú væri verið að ganga frá riti á vegum Landverndar, þar sem þessum bætti útilífs væri gerð viðhlítandi skil.Sagðist Vilhjálmur vænta, að í slíkum félagsskap yrðu aðalþættirnir:  viss siðfræðileg viðhorf, þekking á meðferð vopna og góð umgengni um land, og notkun þess. Ennfremur ættu slík samtök að vera umsagnaraðiii um ýmis mál sem að veiðum og skotvopnum liti.

Að lokum sagði Vilhjálmur, að sér fyndist að dagskrárefni fundar yrði:

1.er þörf slíks félags

2.markmið slíks félags

3.eru fundarmenn reiðubúnir að taka þátt í stofnun slíks félags.

 

Bað Vilhjálmur síðan fundarmenn að tjá sig um þessi atriði.

 

Sverrir Scheving kvað þörf fyrir slíkan félagsskap mikinn og stofnun slíks félags verið ofanlega í hugum margra að undanförnu.  Sverrir benti á að einungis 5-10% af skyttum væru í Skotfélagi Reykjavíkur, sem væri skotíþróttamannafélag og fullnægði ekki félagsþörfum skotveiðimanna almennt.  Sverrir lagði áherslu á að samtök þessi yrðu landssamtök þannig að bændur og landeigendur ættu einnig kost á að ganga í félagsskapinn.  Sverrir harmaði hve seint væri hugað að félagsstofnun t.d. hefði verið æskilegt að svona félagsskapur hefði verið umsagnaraðili þegar nýlega voru sett lög og reglugerðir um þessi mál.  Einnig benti hann á að Náttúruverndarráð hafi aldrei gagnrýnt umferð byssumanna t.d. í Bláfjöllum.

 

Næstur tók til máls Egill Stardal.  Taldi hann þörf félagsstofnunar byssumanna t.d. lagasmiðum til ráðgjafar.

 

Egill gagnrýndi nokkuð nýsett lög um skotvopn og taldi verðugt verkefni væntanlegra samtaka að finna úr í hvaða atriðum lögin og reglugerðin er betta varðar væri áfátt og vinna að endurbótum.

Egill benti á að lög og reglugerðir um skotvopn væri þröskuldur gegn eðlilegri þróun þessarar íþróttar. Eðlilegra væri að hafa lagarammann rýmri og sikta síðan óhæfa byssumenn úr með prófum, en ekki setja hinn almenna borgara stólinn fyrir dyrnar með lagafyrirmælum.

 

Egill lauk máli sínu með því að beina þeirri spurningu til Bjarka Elíassonar, hver væri ástæðan til setningar 31. gr. laganna um afturköllun byssuleyfa.

 

Bjarki svaraði því til, að til þess lægju margar ástæður t.d. geðveiki.

 

Agnar Kofoed Hansen fór nokkrum orðum um sögu skotmála á Íslandi.  Kvað hann brotið blað í sögunni með tilkomu Skotfélags Reykjavíkur.  Síðan leiddi hann talið að ummælum Egils Stardals um lögin og reglugerðina.  Fannst honum síður en svo að þau væru sett til höfuðs íþróttinni.  Hann kvað það fullvíst að lögreglustjóri mundi framfylgja lögunum og reglugerðinni með varúð, enda væru þar undanþágur í nær hverri grein.

 

Egill Stardal kvað það mætti vel vera að núverandi yfirvöld tækju á þessum málum með gætni, en til þess yrði að líta að nýir kóngar tækju við og óvíst yrði hvernig þeir túlkuðu lagafyrirmælin.

 

Fundarstjóri bað menn að geyma allt karp um lög og reglugerðir og snúa sér að því að ræða markmið og takmörk væntanlegra samtaka.

 

Bjarni Jónsson tók til máls og ræddi nokkuð sögu Skotfélags Reykjavíkur.  Taldi hann að það félag hafi gert mikið gagn.  Það hafi verið starfað sem skotíþróttafélag en hlotið mikla gagnrýni í upphafi, þar sem fólk hafi álitið að verið væri að ala upp fugladrápara.

 

Bjarni benti á, að það væru æði margir, sem ættu ekki að bera byssur og það greiðvikni mikla að veita mönnum byssuleyfi er skytu á mannvirki t.d. vegaskilti og myndi hann kæra slíkan verknað ef hann yrði vitni að.  Bjarni lagði áherslu á að ef stofnað yrði landssamband yrði að

sikta úr slíka menn því þeir ættu enga samleið með heiðarlegum skyttum.

Bjarni  lauk  máli sínu með því að benda á, að lögin og reglugerðin bæru það ekki með sér, að þau væru samin af manni, sem hefði mikla þekkingu á byssum og meðferð þeirra.

 

Jón Kristjánsson taidi mikla þörf fyrir slík samtök, sem unnið gætu með málum skotveiðimanna og þrýst á löggjafarvaldið.  Jón varpaði fram þeirri hugmynd að athuga bæri innan samtakanna, hvort ekki væri þörf á að veiðimenn keyptu veiðileyfi t.d. einu sinni á ári.  Leyfi þessi yrðu bundin þeim skilyrðum að veiðimenn sendu inn veiðiskýrslur til upplýsinga um ástand veiðidýrastofna.  Þarna gæti orðið mikið vísindalegt tillegg frá veiðimönnum.  Jón lauk máli sínu með að benda á hve skotveiðar og stangveiðar væru mikill þáttur í útilífi fólks.

 

Pétur Guðjónsson gagnrýndi þessa hugmynd Jóns Kristjánssonar og taldi þetta stórhættuiegt, nóg færi leyfafarganið og hætt yrði við að það yrði duttlungum háð hverjir fengju þessi leyfi.  Einnig væri hætt við að fólk yrði útiiokað frá veiðisvæðum.

 

Um hugmynd Jons var talsvert rætt og voru menn ekki á einu máli um ágæti hugmyndarinnar.   Ennfremur var talsvert rætt um fyrirkomulag á þessum málum hjá nágrannalöndum okkar.

 

Bjarki Elíasson fór nokkrum orðum um lögin og reglugerðina en taldi að mönnum hætti til að lesa þau líkt og skrattinn biblíuna.  Taldi hann að ef betur væri að gáð, gengju reglur þessar almennt ekki mót hagsmunum manna.  Bjarki fagnaði því, að vilji væri fyrir stofnun svona félagssamtaka.  Þótti honum víst að slíkt myndi stuðla að bættri meðferð skotvopna og betri umgengni við náttúruna.  Bjarki taldi byssumenn skiptast 3 flokka, íþróttamenn, safnara og veiðimenn og taldi líklegt að sameina  mætti þessa þrjá flokka í landssamtök.

Vilhjálmur Lúðvíksson leiddi umræður að væntanlegu nafni félagsins.  Nefndi hann 5 eftirfarandi nöfn og bað menn að greiða þeim atkvæði:

Félag skotvopnaeigenda 4 atkv.

Félag skotveiðimanna 18 atkv.

Felag skotvopnasafnara 0 atkv.

Félag skotíþróttamanna 0 atkv.

Landssamband skotvopnaeig. ..(6) atkv.

 

Eins og að ofan greinir voru flestir eða 18 sem vildu nefna félagið Félag skotveiðimanna.  Um þetta urðu miklar umræður og deilur.  Egill Stardal, Tómas og þriðji maður töldu sig ekki geta fallist á þessa nafnagift, og nafnið alls ekki spanna yfir það svið, sem þeir ætluðust til.  Studdu þeir nafnagiftina "Félag skotvopnaeigenda" og kváðust fyrstir manna til að ganga í slíkt félag.

 

Að þessum yfirlýsingum lokum, kváðu þeir sig ekki hafa ástæðu til að sitja þennan fund lengur og viku af fundi.

 

Pétur Guðjonsson harmaði að svona skyldi fara og taldi skaða fyrir félagið að missa þekkt nöfn eins og Egil Stardal úr þessum félagsskap.  Pétur skoraði á fundinn að endurskoða nafnagiftina ef það gæti orðið til þess að það flæmdi ekki menn frá.

Pétur áleit að rýmra félagsform en nafnið gæfi

tilefni til að ætla hentaði betur.

 

Um þessi atriði var nokkuð rætt en flestir hölluðust að því að halda sig við það nafn, sem meirihluti fundarins hafði kosið.

 

Síðan var gengið til  kosninga í undirbúningsnefndir. Í starfsmarkmiðanefnd voru kosnir Vilhjálmur Lúðvíksson, Jóhannes Briem og Eyjólfur Friðgeirsson.

 

Í laganefnd voru kosnir Jón B. Jónasson, Jón Kristjánsson og Sólmundur Einarsson.

 

Boðaðir voru fundir í undirbúningsnefndum.

 

Síðan var fundi slitið kl. 00:10.

 

Fundarritari: Þórður Eyþórsson

Tags: voru, verið, félag, stofnun, þörf, þessi, taldi, væri, menn, yrði, þeir, egill
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Fundur um stofnun félags skotveiðimanna