Félagsfundur SKOTVÍS - Undirbúningsfundur fyrir stofnun deildar á SV landi

Félagsfundur í SKOTVÍS, fimmtudaginn 17. apríl 1986 - Málefni: Undirbúningsfundur fyrir stofnun deildar á SV landi.

Páll Dungal bauð menn velkomna, við ritstjórn tók Lárus Einarsson.

Fundarstjóri Jóhann Bjarnason setur fundinn. Á dagskrá er stofnun sérstakrar deildar á suðvesturlandi innan Skotveiðifélags Íslands. Páll ræðir um peninga og eignarétt sérstakra félagadeilda, kom fram í ræðu formanns að inni í félagsgjöldum séu tryggingar félagsmanna á félagssvæðum við skotæfingar. Einnig  kom fram að bæði á Akureyri og Hornafirði varð félagaaukning við stofnun sérstakra deilda innan svæða. Ólafur Jónsson hóf síðan máls á nefndarstörfum. Rakti Ólafur kosti og galla deildaskiptinga og kom glöggt fram að Landsfélag skotveiðimanna kæmio sterkara út þar sem deildir á viðkomandi stöðum huguðu að sínum málum í héraði. Las Ólafur upp í þessu sambandi breytingar við lög félagsins. Einnig kom fram að félagsgjald yrði tvíþætt. Þ.e.a.s. smá hluti kæmi til höfuðstöðvana.

Kom fram að Reykjavíkurdeildin skyldi stofnuð og ganga á undan með fordæmi fyrir stofnun deilda. Í lögunum er ákvæði um að deildir megi stofna út um land en ekkert ákvæði um hluta félagsgjalda til þeirra. Bragi Michaelsen taldi að misfarist hafi að tilkynna um stofnun sérstakrar deildar á aðalfundi félagsins.

Ólafur kom inná að árgjald er samþykkt var á aðalfundi kr. 800,- per mann skulu greiðast til baka með 200,- kr til viðkomandi deildar.

Kom fram (að) í ræðu Eyjólfur Friðgeirsson að stjórn Skotveiðifélags Íslands væri svo önnum kafin við ýmis opinber mál landsfélaga að skotsvæði Reykjavíkur væri alltaf síðast á hakanum en ef deild væri virk á Reykjavíkursvæðinu gæti hún sem slík unnið frekar að málefnum æfingasvæðis.

Sverrir Scheving taldi rétt að senda félagsmönnum bréf varðandi stofnun Reykjavíkurdeildar og þeir gætu því tjáð sig um þetta ákveðna mál. Var tillaga um þetta mál borin upp.

Ólafur bar fram bréflega tillögu sem hér segir:

"Á félagsfundi í Skotveiðifélagi Íslands þann 17. apríl 1986 er samþykkt að kjósa þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir stofnun deilda á suðvesturlandi. Undirbúningsnefndin skal kynna deildarstofnun bréflega fyrir öllum félögum á svæðinu. Semja drög að sérlögum deilda og undirbúa stofnfund, sem haldinn yrði í síðasta lagi þann 5. júní n.k."

Tillagan var samþykkt með 11 atkvæðum af 18.

Tillaga kom um:

  • Ólafur Jónsson, formaður (s. 24905)
  • Jóhann Bjarnason (s. 667169)
  • Vilhjálmur A. Þórðarson

Enginn mótmæli komu fram og voru þeir samþykktir.

Fundi slitið kl. 22:00

Fundarritari: Lárus Einarsson

 

Tags: stofnun, innan, taldi, væri, ólafur, samþykkt
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Félagsfundur SKOTVÍS - Undirbúningsfundur fyrir stofnun deildar á SV landi