Félagsfundur SKOTVÍS - Stofnun deilda

Félagsfundur í SKOTVÍS, haldinn að Skemmuvegi 14 (Veiðiseli) fimmtudaginn 13. febrúar 1986 - Málefni: Stofnun deilda.

Fundarefnið er stofnun deilda innan Skotveiðifélags Íslands. 12 félagsmenn mættu á fundinn.

Páll formaður setti fundinn og flutti ingangsorð. Greindi frá þóun mála hjá SKOTVÍS. Sagði hann að í framhaldi af stofnun deilda á Akureyri væri orðið brýnt að stofna deild höfuðborgarsvæðisins. Sverrir Scheving Thorsteinsson lagði til að nefnd kannaði og undirbyggi deildarstofnun, héldi síðan fund með stjórn og félagsmönnum og að málið yrði síðan endanlega afgreitt á aðalfundi. Lagði hann áherslu á að mjög þyrfti að vanda undirbúninginn því deildin þarf frá upphafi að standa föstum fótum. Undirritaður lagði til að safnað verði saman greinargerðum varðandi deildir (því þegar hafa aðilar víða um land látið í ljós áhuga á deildarstofnun) þessi gögn síðan fengin nefnd til að undirbúa deildarstofnunina á höfuðborgarsvæðinu. Bragi Melax vakti athygli á því að víða væri áhugi fyirr deildastofnun og hvað orðið væri brýn nauðsyn þess að málið kæmist í höfn hjá okkur hér syðra. Ólafur hvað að nú væru til tvær deildir innan félagsins. Hvað hann nausyn að setja ramma um vinnutilhögun lagafrumvarp, athuga fjárreiður og tengsl við móðurfélagið. Lagði hann til að nefnd kannaði hugarfar félaga út um landsbyggðina og leggði á ráðin til til móðurfélagsins. Sverrir hvað all þetta snúast um peninga og gera bæri greinargóða heimild og könnun á hvað teldist tilheyra SKOTVÍS og hvað deild í Reykjavík.

Urðu um málið mjög líflegar umræður og fundarsköð frjálsleg þann veg að ekki náði fundarritari öllu á blað en niðurstaða varð sú að skipuð verði nefnd til að undirbúa deildarstofnunina.

Fundarmenn voru: 

 1. Páll Dungal
 2. Sverrir Scheving Thorsteinsson
 3. Ólafur Jóhannsson
 4. Halldór Sverrisson
 5. Jón Björnsson
 6. Pétur O. Einarsson
 7. Hallgrímur Marínósson
 8. Egill Bergmann
 9. Örn Ingólfsson
 10. Bragi Melax
 11. Sölvi Jóhannsson
 12. Vilhjálmur A. Þórðarson
Tags: nefnd, orðið, málið, síðan, deild, stofnun, hjá, væri, páll, lagði
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Félagsfundur SKOTVÍS - Stofnun deilda