Félagsfundur SKOTVÍS - Stofnfundur SKOTREYN (framhaldsstofnfundur)

Félagsfundur í SKOTVÍS, haldinn að Skemmuvegi 14 (Veiðisel) miðvikudaginn 17. september 1986 - Málefni: Framhaldsstofnfundur Reykjavíkurdeildar Skotveiðifélags Íslands.

Fundur hefst: 20:45

Mæting: 22 félagar.

Fundarstjóri, Bragi Melax setur fundinn og lýsir fundarsköpum og óskar eftir mótmælum, sem ekki lá á sér standa. Finnur Torfi Hjörleifsson ber fram mótmæli en síðan er sæst á fundarsköp. Jóhann Bjarnason, formaður undirbúningsnefndar les upp drög að lögum hinnar nýju deildar, og síðan er orðið laust um mál fundarins.

Haukur Brynjólfsson lýsir óánægju sinni með störf undirbúningsnefndar og flytur breytingatillögu við lögin, kafla 1.

Jóhann Bjarnason gerir grein fyrir niðurstöðum meirihluta nefndarinnar.

Ólafur Jónsson gagnrýnir breytingatillögur Hauks Brynjólfssonar.

Haukur Brynjólfsson andmælir Jóhanni og Ólafi og skýrir betur mál sitt.

Páll Dungal lýsir stuðningi við hluta breytingatillagnanna.

Finnur Torfi Hjörleifsson gagnrýnir undirbúning fundarins og reifar breytingartillögu Hauks Brynjólfssonar.

Jóhann Bjarnason svarar gagnrýni Finns Torfa Hjörleifssonar

Fundarstjóri les upp fræðslukafla 7.3 úr félagsmála námskeiði útgefnu af Menntamálaráðuneytinu til skýringa og svars við spurningu Jóns Bragasonar.

Ólafur Jóhannson reifar tillögurnar og gagnrýnir ýmislegt er í þeim stendur.

Ólafur K. Pálsson skýrir sjónarmið sitt og túlkun á lögum og breytingatillögum við þau.

Finnur Torfi heldur áfram gagnrýni sinni á undirbúningi og boðun fundarins og svarar gagnrýni Ólafs Jóhannssonar.

Bragi Melax svarar gagnrýni Finns Torfa Hjörleifssonar.

Haukur Brynjólfsson skýrir sjónarmið sitt varðandi útgáfustarfsemi er kemur fram í breytingatillögunum.

Fundarstjóri kveður á um fundarsköp um að haldið verði áfram umfjöllun á uppkasti að lögum SKOTREYN og Jóhann Bjarnason les upp 2. kafla laganna og er orðið laust. Enginn kveður sér hljóðs og er þá 3. kafli lesinn upp.

Haukur Brynjólfsson ber fram breytingartillögur við kafla 3.

Ólafur Jóhannsson gerir athugasemd. 

Jóhann Bjarnason les upp 4. kafla.

Haukur Brynjólfsson ber fram breytingartillögu við kafla 4.

Ólafur Jónsson gagnrýnir breytingartillögur og Finnur Torfi leggur til orðalagsbreytingu á þeim.

Ólafur Jóhannsson leggur til að breytingatillögur no ... og ... verði felldar en lýsir sig fylgjandi tillögu no ....

Hallgrímur Marínósson bendir á kostnað við fundarboðun í pósti og ýmsir aðrir taka til máls varðandi fundarefni.

 • Fundarstjóri ber kafla no 1.3 í breytingartillögum Hauks Brynjólfssonar o.fl. til atkvæða: Með eru 8, á móti eru 12.
 • Kafli 1.3: Með eru 4, á móti eru 15.
 • Kafli 1.4: Með eru 6, á móti eru 12.
 • Síðan er borinn upp 1. kafli laga frá undirbúningsnefnd: Með eru 14, á móti eru 6.
 • Kafli 2 sömu laga: Með eru 19, á móti eru 0
 • Breytingartillaga við kafla 3.3: Með eru 7, á móti eru 12
 • Kafli 3.3. í lögum frá undirbúningsnefnd: Með eru 7, á móti eru 6
 • Breytingartillaga við kafla 4.2 í breytingartillögum lögð fram af Finni Torfa Hjörleifssyni "Til hans skal boða með auglýsingu í félagsheimili og bréflega, eða á annan hyggilegan hátt með minnst tveggja vikna fyrirvara". Með 10, á móti 4.
 • Kafli 4.3 í breytingartillögum samþykkt samhljóða. Aðrir hluta kaflana samþykktir samhljóða.

 

Síðan var gengið til stjórnarkjörs.

Stungið uppá Jóhanni Bjarnasyni sem formanni Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis og er hann samþykktur með lófaklappi. Þá eru bornir upp sem stjórnarmeðlimir þeir Haukur Brynjólfsson, Svafar Jóhannsson, Sölvi Jóhannsson og Jón Bragason. Haukur Brynjólfsson gefur ekki kost á sér og gerir grein fyrir hans vegna. Stungið er upp á Ólafi Jóhannssyni og Páli Eiríkssyni, en þeir gefa heldur ekki kost á sér og gera grein fyrir því. Þá er stungið upp á Erni Ingólfssyni og er hann samþykktur samhljóða.

Að því loknu fara fram nokkrar umræður um mál fundarins og niðurstöður hans og sýnist sitt hverjum.

Síðan er fundi slitið um kl. 23:00.

Fundarritari: Geir Gunnarsson.

 

Breytingartillögur við lög Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis lagðar fram af þeim Hauki Brynjólfssyni, Ólafi Karvel Pálssyni, Finni Torfa Hjörleifssyni og Sólmundi Tr. Einarssyni eru svohljóðandi:

Gr. 1.3 orðist svo:
"Markmið félagsins er að standa vörð um hagsmjni og réttindi skotveiðimanna á Íslandi og vinna skotveiðum verðugan sess meðal útilífsíþrótta með: Góðri meðferð skotvopna, - Góðri sigræði veiðimanna. - Góðri umgengni við land og lífríki, - Góðum samskiptum við landeigendur."

Gr. 1.3 verði 1.4 og orðist 1.mgr þannig:
"1. Setja félögum sínum ákveðnar hæfniskröfur."

Gr. 1.4, mgr 4 orðist svo (breyting undirstrikuð)
"4. Stuðla að fræðslu um málefni, sem snerta skotveiðar og skotvopn, m.a. með útgáfustarfsemi."

Gr. 3.3 orðist svo:
"3.3 Stjórnarkjör skal fara fram á aðalfundi og skal kosningin vera skriflega. Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir félagsmenn, sem eru skuldlausir við félagið á aðalfundi."

Gr. 4.2 breytist þannig:
í stað "og a.m.k. í einu dagblaði" komi "og bréflega eða á annan hygggilegan hátt"

Við Gr. 4.3 bætist mgr. 3 og 4, sem orðist svo:
"3. Kosning formanns, stjórnar og tveggja endurskoðenda. 4. Önnur mál."

 

Lög Skotveiðifélags og nágrennis. Samþykkt á framhaldsfundi félagsins þann 17. september 1986.

1. Kafli - Heiti félagsins og markmið
1.1. Félagið heitir Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

1.2. Félagið er deild félagsmanna í Skotveiðifélagi Íslands er búsettir eru í Reykjavík og nágrenni.

1.3. Tilgangi sínum hyggst félagið ná m.a. með því að:

 1. Útvega húsnæði fyrir félagsfundi.
 2. Skapa félögum sínum aðstöðu til skotæfinga.
 3. Stuðla að fræðslu um málefni sem snerta skotveiðar og skotvopn.
 4. Eiga samvinnu við aðrar deildir innan Skotveiðifélags Íslands um aðgang að veiðilöndum og æfingasvæðum.
 5. Skapa félögum sínum aðstöðu til helðslu skota

 

2. Kafli - Félagsmenn
2.1. Félagsmenn geta allir orðið, sem játast undir lög og siðareglur félagsins og Skotveiðifélags Íslands.

2.2. Félagi nýtur fullra félagsréttinda þegar hann hefur greitt árgjald sitt.

2.3. Árgjald félagsmann skal ákveðið á aðalfundi. Reikningar félagsins er frá 1. febrúar til 31. janúar.

2.4. Gerist félagsmaður brotlegur við lög félagsins eða siðareglur Skotveiðifélags Íslands, getur stjórn veitt honum áminningu eða vikið honum úr félaginu. Skal hún tilkynna honum það skriflega og geta þar ástæðna fyrir úrskurði sínum. Fallist viðkomandi ekki á málsmeðferð stjórnarinnar, getur hann skotið máli sínu fyrir stjórn Skotveiðifélags Íslands, sem fellir þá endanlegan úrskurð um málið.

2.5. Skuldi félagsmaður árgjald fyrir 2. ár, má stjórn félagsins víkja honum úr félaginu. Skal viðkomandi tilkynnt það skriflega.

2.6. Enginn félagsmaður ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins eða öðrum eigum þess, þó hann hverfi úr félaginu.

2.7. Enginn félagsmaður á tilkall til hluta af sjóðum félagsins eða öðrum eigum þess, þó hann hverfi úr félaginu.

 

3. Kafli - Stjórn félagsins
3.1. Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og enum meðstjórnanda. Formaður skal kjörinn sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Falli jöfn atkvæði í stjórnarkjöri, skal hlutkesti ráða.

3.2. Stjórn félagsins skal kosin til eins árs í senn.

3.3. Stjórnarkjör skal fara fram á aðalfundi og skal kosningin vera skrifleg.

3.4. Stjórn félagsins ræður málefnum þess milli aðalfunda með þeim takmörkum, sem þessi lög setja. Hún tekur ákvarðanir um daglega starfsemi og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

3.5. Gerðir stjórnarinnar skulu bókaðar.

 

4. Kafli
4.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í máefnum félagsins.

4.2. Aðalfund skal halda í mars ár hvert. Til hans skal boða með auglýsingu í félagsheimili og bréflega, eða á annan hyggilegan hátt með minnst tveggja vikna fyrirvara. Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála.

4.3. Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi:

 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
 2. Endurskoðaðir reikningar liðins starfsárs lagðir fram og árgjald ákveðið.
 3. Önnur mál.

4.4. Lögum félagsins verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórninni fyrir 1. febrúar og skal þeirra getið í fundarboði.

4.5. Aðalfundur er lögmætur, sé löglega til hans boðað.

 

Fundarritari: Geir Gunnarsson

 

 

Tags: hans, félagsins, skotveiðifélags, ólafur, skal, stjórn, kafli, kafla, móti, haukur, brynjólfsson, lögum
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Félagsfundur SKOTVÍS - Stofnfundur SKOTREYN (framhaldsstofnfundur)