Félagsfundur SKOTVÍS - Stofnfundur SKOTREYN

Félagsfundur í SKOTVÍS, haldinn að Skemmuvegi 14 (Veiðisel) miðvikudaginn 27. ágúst 1986 - Málefni: Stofnfundur deildar innan Skotveiðifélags Íslands á Stór-Reykjavíkursvæðinu

 

Dagskrá:

 1. Formaður SKOTVÍS, Páll Dungal, setur fundinn og annast kjör fundarstjóra og fundarritara
 2. Hugmyndir um deildarstofnun, tilgang og markmið. Framsögu hefur Sverrir Scheving Thorsteinsson
 3. Lögð fram tillaga um stofnun deildarinnar
 4. Lög fram tillaga að nafni fyrir deildana. Jóhann Bjarnason gerir grein fyrir tillögunni
 5. Breyingar á lögum SKOTVÍS. Ólafur Jónsson hefur framsögu
 6. Verkaskipting milli SKOTVÍS og nýstofnaðar deildar. Páll Dungal
 7. Lögð fram tillaga um inngöngu í SKOTVÍS
 8. Kosning stjórnar deildarinnar
 9. Önnur mál

Formaður setti fund kl. 20:25 vor þá mættir 20 félagsmenn. Páll nefndi til Braga Melax sem fundarstjóra og Vilhjálm A. Þórðarson fundarritara og var ekki hreyft mótmælum þeirri skipan.

Fundarstjóri kynnti dagskrá fundarins og var síðan gengið til dagskrár.

Sverrir Scheving var fyrstur á mælendaskrá. Komst hann svo að orði að á haustdögum árið 1978 hefði verið gróðursett tré og hafi það síðan ýmist blómgast eða sölnað. Oft hvað hann tré þetta hafa staðið í blómskrúði og gefið vel af sér. Átti hann hér við störf SKOTVÍS. Sverrir fór nokkrum orðum um sögu SKOTVÍS og deildarskiptingu og drap á atvik og ástæðu þess að eftir langan undirbúning sé komið að fundi þessum. Hann hvað Akureyringa hafa verið fyrsta til að stofna deilda út á landsbyggðinni. Til að þeir, nyrðra yrðu sáttari við áframhaldandi samstarf við SKOTVÍS þarf að stofna deild innan SKOTVÍS á höfuðborgarsvæðinu. Sverrir rakti síðan adraganda að stofnun deildar í Reykjavík. Fyrirspurn kom fram um hvort nafn hefði verið íhugað á deild þessa og hafði Sverrir íhugað þetta atriði vendilega og skýrði frá nafni SKOTREYN, þ.e. Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis.

Þessu næst las fundarstjóri upp svohljóðandi tillögu:

"Fundur félagsmanna í Skotveiðifélagi Íslands haldinn í Veiðiseli 27. ágúst 1986 samþykkir: Að stofna deild á höfuðborgarsvæðinu er yfirtæki þau daglegu störf sem SKOTVÍS hefur undanfarin ár séð um en teljast mega að mestu leyti í þágu félagsmanna á áðurnefndu svæði. Með samþykkt þessari er vísað til 5. kafla laga félagsins".

Tillaga þessi var borin fram af undirbúningsnefnd að deildarstofnuninn. Hér kom fram fyrirspurn um hvort landinu hefði verið skipt í svæði er mundi ráða skiptingu í deildir. Sverrir svaraði fyrirspurninni og sagði að ekki hefði verið teknir upp ákveðin stefna en að þetta yrði að fara eftir fjölda skotveiðimanna og samgöngum milli byggðarlaga. Finnur Torfi hvað sig hvorki fyljgandi eða andvígan tillögunni en benti á ókosti s.s. þann er ekki gæti starfað í ákveðinni deild. Haukur Brynjólfsson vék að sama atriði. Páll Dungal vildi svara og taka fram um deildarstofnunina að þrýstingur hefði verið frá landsbyggðarmönnum og þá einkum frá Akureyringum um stofnun deildar í Reykjavík, því þeim þætti blóðugt að borga fé suður. Hallgrímur bar fundinum kveðjur frá þeim í SKOTEY, þ.e. Skotveiðifélagi Eyjafjarðar og hvað Sigumnd Ófeigssson fagna fyrrir h-nd sinna félaga því spori er nú væri verið að stíga. Haukur Brynjólfsson bað menn hafa í huga að markmið félagsins riðluðust ekki við breytingar þessar. Bragi las nú enn upp tillöuna og bar undir atkvæði og var hún samhljóða samþykkt.

Fundarstjóri las þessu næst upp tillögu fram setta af undirbúningsnefnd svohljóðandi:

"Fundur félagsmanna í Skotveiðifélagi Íslands haldinn ái Veiðiseli 27. ágúst 1986 samþykkir: Nafn nýsamþykktrar deildar á höfuðborgarsvæðinu skal vera "Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis", skammstafað "SKOTREYN""

Tillaga hlaut samhljóða samþykki fundarmanna.

Urðu nú nokkrar óformlegar umræður. Undirritaður bað fundarmenn hafa í huga að nokkrir liðir dagskrár fundarins væru enn eftir og að í kynningu á þeim kæmu fram svör við nokkrum þeim spurningum er fundarmenn hefðu fram að færa. Var nú gengið til næsta liðar dagskrár, breytingar á lögum SKOTVÍS.

Ólafur Jónsson hafði framsögu varðandi þetta atriði. Hafði hann fyrir hönd undirbúningsnefndar annast að fara í gegn um lög félagsins og aðlaga að fyrirhuguðum breytingum. Kynnti hann hér þessar tillögur og var þeim jafnframt dreift skriflegum til fundarmanna (sjá skjalasafn). Gerði hann ítarlega grein fyrir þeim lagfæringum sem fram þyrftu að fara á lögum félagsins en að þetta yrði til reynslu þar til að samþykkt yrði á aðalfundi.

Ólafur Jóhannsson fagnaði því starfi sem hér hafði verið unnið, sagðist vilja doka við nokkur atriði í lögum félagsin og þá fyrst varðandi árgjaldið og vildi að það yrði strax fastákveðið svo að ekki þyrti að þrasa um upphæð síaðr. Gagnrýni á setu í stjórn og fullttrúaráði félagsins s.s. fram kemur í tillögum að lögum frá undirbúningsnefnd. Kaup á skotfærum: Vakti athygli á því að Skotsamband Íslands keypti skot á góðu verði fyrir sína aðila. Lagði til að siðareglur SKOTVÍS verði felldar niður. Fellir sig ekki við að þar sé ákvæði um að loka hliðum á eftir sér og fleira.

Finnur Torfi bað fundarmenn að eyða ekki of miklum tíma hér í drög að lögum félagsins, þ.e. breytingar því tími yrði til að skoð'a þau fram að aðalfundi. Ólafur Jónsson vakti athygli á því að undirbúa þyrfti stofnun deilda út um landsbyggðina og skiptingu landsins í deildarsvæði. Páll Dungal vék að og taldi nauðsyn þess að skipta landinu í deildarsvæði, hann minnti menn á nauðsynj þess að félagsmenn og deildir öfluðu trygginga fyrir félagsmenn sína.

Fundarstjóri beindi þessum atriðum til verðandi stjórnar SKOTREYN, og því að tilkynna formlega stjórn SKOTVÍS um stofnun SKOTREYN.

Þessu næst var fjallað um verðandi stjórn SKOTREYN. Stungið var upp á eftirtöldum mönnum í stjórn:

 • Jóhann Bjarnason
 • Hallgrímur Marínósson
 • Haukur Brynjólfsson
 • Svavar Þórhallsson
 • Sölvi Jóhannsson

Auk þessara framantöldu var stungið uppá Jóni Bragasyni. Baðst hann undan kjöri.

Var nú vikið að öðrum málum:

Ólafur Jóhannsson spurðist fyrir um hvað liðpi endurskoðun á fuglafriðunarlögum. Hallgrímur Marínósson bar fram tillögu um að Jón Bragason tæki sæti Sölva í undirbúningsstjórn SKOTREYN þar til Sölvi kæmi til starfa þar sem fram hefði komið að hann væri ekki viðlátinn og var undirbúningsstjórn þannig samþykkt samhljóða á fundinum. Sverrir Scheving hvað það að frétta frá löggjafarvaldinu að nefnd hefði verið skipuð af Sverri Hermannssyni ti að semja greinargerð um veiðar á Íslandi og í hæana nefndir Stefán Jónsson, Sólmundur Tr. Einarsson og Vilhjálmur Lúðvíksson sem allir eru félagar í SKOTVÍS. Finnur Torfi gerði grein fyrir störfum í endurskoðunarnefnd og hvað nefndina hafa lítið starfað.

Bragi þakkaði fundarmönnum fyrir komuna og gott hljóð og frestaði fundi kl. 22:45

Fundarritari: Vilhjálmur A. Þórðarson

Tags: félagsins, hafa, verið, skotvís, hefði, þetta, stofnun, yrði, páll, ólafur, tillaga, lögum
You are here: Home Félagið Innskráning á vef Fundargerðir Félagsfundir Félagsfundur SKOTVÍS - Stofnfundur SKOTREYN