Vinnufundur SKOTVÍS á Sauðárkróki 25. janúar 2014

Fjölmargir félagsmenn vinna að staðaldri að verkefnum á vettvangi fagráða, svæðisráða, sinna samstarfi við SAMÚT og erlendum samskiptum auk setu í ráðgjafanefnd um úthlutun úr Veiðikortasjóði og annarra tilfallandi nefnda. Nýmótuð stefna SKOTVÍS og breytt skipulag málefnastarfsins hefur stuðlað að markvissarri nálgun á okkar brýnustu málefni og þar skiptir upplýst og málefnaleg umræða mestu.

Undanfarna mánuði hafa félagsmenn undirbúið með hvaða hætti skuli nálgast fjölmörg málefni og ekki síst hvernig skuli hrinda áætlunum í framkvæmd. Einu sinni á ári er haldin einskonar uppskeruhátíð þessa starfs þar sem farið er yfir stöðuna í hinum ýmsu málaflokkum, forgangsröðun og næstu skref eru rædd, þ.a. stjórn, formenn fagráða og svæðisráða auk annarra fulltrúa geti haldið sinni vinnu áfram með skarpari áherslur. Fundurinn verður haldinn á Sauðárkróki laugardaginn 25. janúar frá kl. 13-18 og endar með samantekt á niðurstöðum og áherslum fyrir 2014.

Dagskrá fundarins má finna hér að neðan, þar sem hver og einn fær 10-15mín til að kynna sitt málefni. Á fundinn eru boðaðir virkir meðlimir fagráða, svæðisráða auk stjórnar og annarra sem koma fram fyrir hönd SKOTVÍS. Aðrir sem eru áhugasamir um starf félagsins og vilja sitja fundinn sem áheyrnarfulltrúar eru beðnir um að hafa samband við Arne Sólmundsson, varaformann SKOTVÍS fyrir föstudaginn 24. janúar 2014 ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )

DAGSKRÁ

Fundarstjóri: Elvar Árni Lund, formaður SKOTVÍS

13:00 Fundur hefst

 • Stefna og markmið SKOTVÍS - Árangur og staðan í dag (Arne Sólmundsson)
 • Framtíð skotveiða, straumar og stefnur - Sýn alþjóðafulltrúa (Davíð Ingason)
 • Friðlýsingar og skotveiðar - Tillögur fagráðs (Guðmundur Þórir Steinþórsson)

13:55 HLÉ

 • Verklag Veiðikortasjóðs - Hlutverk, markmið, árangur og breytingar (Sigríður Ingvarsdóttir)
 • Málefni SAMÚT - Áherslur í samstarfinu (Einar K. Haraldsson)
 • Þróunarsjóður SKOTVÍS/SKOTREYN (Fannar Bergsson)

14:55 HLÉ

 • Undirbúningur ráðstefnu um hreindýr (Elvar Árni Lund)
 • Tillaga að breyttu úthlutunarkerfi hreindýraveiðileyfa - Niðurstöður könnunar (Indriði R. Grétarsson)
 • Samantekt frá alþjóðlegri ráðstefnu um refinn (Þorsteinn Hafþórsson)

15:55 HLÉ

 • Áherslur í málefnum stjórnun villtra dýrastofna (Arne Sólmundsson)
 • Stofnun nýrra svæðisráða - Norðurland, Austurland (Elvar Árni Lund, Heimir Gylfason)
 • Þekking, miðlun og ímynd - Samantekt á tillögum (Pétur Jónsson)

16:55 HLÉ

 • Saga SKOTVÍS - Undirbúningsvinnan og áherslur (Sólmundur Tr. Einarsson)
 • Umræður um tillögur (Fundarstjóri stýrir umræðum, Elvar Árni Lund)
 • Samantekt fundarstjóra (Elvar Árni Lund)

18:00 Fundi lýkur

Tags: þar, skotvís, málefni, svæðisráða, janúar, árni, annarra
You are here: Home