SKOTVÍS telur rjúpur 17. maí

Við rjúpnaveiðimenn viljum margir leggja eitthvað af mörkum til þekkingar á rjúpnastofninum.

Þannig hefur SKOTVÍS um nokkurra ára skeið staðið fyrir karratalningum í Húnavatnssýslu, nánar tiltekið milli Miðfjarðar og Víðidals. Mörgum finnst þetta frábær leið til að „lengja rjúpnaveiðitímabilið“ en nota núna myndavél til að „skjóta“ á rjúpuna. Einnig fínt til að viðra fuglahundana í leit að körrum í félagsskap við aðra veiðimenn. Gott væri að fjölga í hópnum sem telur og við lýsum því eftir áhugasömum til að taka þátt í talningunni. Fyrirhugað er að fara seint á föstudaginn 16. maí næstkomandi og telja karra á laugardeginum. SKOTVÍS sér um kostnað v. gistingar og ferða. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Bjarna Jónsson (GSM: 8622604; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) eða Arne Sólmundsson (GSM: 8402375; This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ).

Tags: skotvís, maí, talningunni, telur, seint, aðra, taka, þátt, hópnum, veiðimenn, fara
You are here: Home