Ráðstefna um rannsóknir og stjórnun villtra dýrastofna - Grand Hotel, Reykjavík 21. mars 2013

Stjórnun vilttra dýrastofna hér á landi hefur að stórum hluta takmarkast við veiðistjórnun einstakra tegunda þar sem ýmsum nálgunum hefur verið beitt. Óumdeilt er að veiðar hafa bein áhrif á stærð dýrastofna, hinsvegar er minna vitað um áhrif annarra mikilvægra þátta á afkomu dýrastofna, s.s. rýrnum búsvæða, þátt rándýra, áhrif veðurfars og fæðuskorts og hvert vægi þessarra þátta er samanborið við áhrif veiða.

Vegna einangrunar landsins er lífríki Íslands tiltölulega einfalt samanborið við önnur lönd, en merkjanlegar breytingar eru að eiga sér stað og full ástæða til að fylgjast náið með framvindunni. Landbúnaður, ýmsar framkvæmdir, loftslagsbreytingar, flutningur og innfluttningur dýra- og plöntutegunda hafa áhrif á vistkerfi til skemmri og lengri tíma, bæði með jákvæðum og neikvæðum hætti.

Til að hafa áhrif á þróun lífríkis þarf að skilja og bygga upp þekkingu á þremur meginsviðum, þ.e. dýrum, búsvæðum og fólki. Núverandi vinnulag hefur einkennst af vöktun og rannsóknum á einstökum tegundum, en minna hefur farið fyrir vöktun/rannsóknum á búsvæðum og mannlegi þátturinn hefur nánast ekkert hefur verið kannaður í þessu samhengi. Með hliðsjón af því að flestar aðgerðir sem ætlað er að hafa áhrif á þessa þróun beinast að manninum sem geranda á hlut náttúrunnar, þá er þörf á heildstæðari nálgun til að koma á meira jafnvægi milli athafna mannsins og áhrifa á náttúruna. Vel heppnuð innleiðing á aðgerðum veltur yfirleitt á því hvernig fólk bregst við slíkum aðgerðum og því er aðkoma frjálsra félagasamtaka, s.s. samtök veiðimanna, í vöktun, rannsóknum og ákvörðunarferlum ákaflega mikilvæg.

Tilgangur ráðstefnunnar er að skilgreina hugtakið “Stjórnun dýrastofna” og útvíkka umræðuna við ákvörðunartöku um stjórnun villtra dýrastofna og styrkja þannig faglega umræðu um málefnið. Með þetta veganesti ætti að vera auðveldara að meta núverandi fyrirkomulag og leggja drög að framtíðarskipulagi þessa málaflokks. Langtímamarkmiðið er að tryggja samfeldni í umræðum um þessi mál og ná utanum alla þætti sem hafa áhrif á afkomu villtra dýrastofna og þróa aðferðafræði sem styður betur við ákvörðunartöku um skynsamlega nýtingu villtra dýrastofna.

Ráðstefnan er skipulögð af Skotveiðifélagi Íslands – SKOTVÍS í samstarfi við Umhverfisstofnun og er ætluð fræðimönnum, vísindamönnum, starfsmönnum opinberra stofnanna sem hafa aðkomu að umsjón lífríkis, frjálsum félagasamtökum sem og veiðimönnum og almenningi með áhuga á málefninu. Ráðstefnan er fjármögnuð af SKOTVÍS, Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og The Nordic Board for Wildlife Research.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta en fundurinn verður tekinn upp og verður aðgengilegur á vef SKOTVÍS (www.skotvis.is) að lokinni ráðstefnu.

Fundarstjóri:      Arnór Þ. Sigfússon

DAGSKRÁ

09:00-09:10         Setning ráðstefnu - Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra

09:10-10:10         Framtíðarsýn - Stjórnun villtra dýrastofna

  • Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands – SKOTVÍS
  • Jón Geir Pétursson, sviðsstjóri skrifstofu landgæða hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu
  • Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræðisviðs Náttúrufræðistofnunar Íslands 
  • Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar

10:10-10:25         HLÉ

10:25-10:45         Future of hunting in Europe, role of EU in nature conservation - Gabor von Bethlenfalvy, Federation of Associations for Hunting and Conservation (FACE)

10:45-11:05         Wildlife Management, definitions, scope, scale – Program at Hedmark University Norway - Tomas Willebrand, Hedmark University College, Norway

11:05-11:25         Aðferðafræði auðlindastjórnunar - Hreiðar Valtýsson, Auðlindasvið Háskólans á Akureyri

11:25-12:30         HÁDEGISHLÉ (Hægt verður að skrá sig fyrir hádegisverði í upphafi ráðstefnu fyrir 2.500,- án drykkja)

12:30-12:50         Búsvæði hreindýra - Rán Þórarinsdóttir, Náttúrustofa Austurlands

12:50-13:20         When hunting has significant impact on wildlife - Tomas Willebrand, Hedmark University College, Norway

13:20-13:40         Human dimensions of wildlife management: Experiences and lessons to be learned - Per E. Ljung, Department of Wildlife, Fish and Environmental Studies (Swedish University of Agricultural Sciences)

13:40-14:00         Veiðistjórnun rjúpu í fortíð, nútíð og framtíð - Ólafur K. Nielsen, Náttúrufræðistofnun Íslands

14:00-14:20         The ptarmigan project in Norway: Objectives and main conclusions - Torstein Storaas, Hedmark University College, Norway

14:20-14:35         HLÉ MEÐ VILLIBRÁÐAÍVAFI

14:35-14:55         The NJFF organization, structure and role in wildlife management in Norway -  Guro Thane Lange, Norges Jakt og Fiske Forening, NJFF

14:55-15:30         Panelumræður, samantekt fundarstjóra og slit ráðstefnu.

Tags: hefur, íslands, hafa, umhverfis-, verður, núverandi, hunting, stjórnun, áhrif, villtra
You are here: Home