Námskeið í rjúpnatalningum 28. apríl

Félagsmenn SKOTVÍS hafa síðustu ár tekið virkan þátt í rjúpnatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands en talningarstaðir á landinu öllu eru 41 talsins í dag. SKOTVÍS hefur lengi talið ákveðinn reit á Þingvöllum ár hvert, og árið 2006 tóku nokkrir félagsmenn að sér að sjá um talningar í Vestur Húnavatnssýslu á svæði sem afmarkast af Miðfirði og Víðidal. Í fyrra bættist svo rótgróið talningasvæði í Heiðmörk við þau talningarsvæði sem SKOTVÍS ber ábyrgð á.

Talningar á vorin byggja á því að taldir eru karrar á sama svæði, á sama tíma árlega (fer eftir aðferð) og allir rjúpnakarrar sem og kerlingar sem sjást eru taldar. Á þessum tíma árs eru karrarnir hvítir og mest áberandi kvölds og morgna þegar þeir eru að helga sér óðöl. Talningaraðferðirnar á þessum tveimur svæðum eru mismunandi og á mánudaginn 28. apríl stendur Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfi við SKOTVÍS og félag veiðihundaeigenda, fyrir námskeiði þar sem farið er yfir aðferðafræði við talningar og hvernig talningagögn nýtast við vöktun og rannsóknir til að meta ástand rjúpnastofnsins.

Þátttakendum gefst síðan kostur á að taka þátt í talningunum sjálfum undir leiðsögn reyndra talningarmanna úr röðum SKOTVÍS. Talningarnar á ofangreindum svæðum fara fram um miðjan maí og verður auglýst síðar. Talningar eru skemmtileg viðbót við veiðarnar, þar sem veiðimenn með ljósmyndaáhuga geta tekist á við nýja áskorun (sjá myndir hér). Talningarnar eru einnig til þess fallin að allir fjölskyldumeðlimir geti átt saman góða morgunstund eða kvöldstund í náttúrunni.

  • Húnaþing vestra [sjá kort], afmarkast af þjóðvegi í norðri, Miðfirði í vestri og Víðidal í austri - Umsjón: Bjarni Jónsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Þingvellir [sjá kort], afmarkast af Hrafnagjá í vestri og Gildruholstgjá í austri - Umsjón: Arnór Þ. Sigfússon, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
  • Heiðmörk - Umsjón: Egill Másson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Námskeiðið verður haldið í Sólheimakoti mánudaginn 28. apríl og hefst kl. 19:00, fyrirlesari er Ólafur K. Nielsen vistfræðingur hjá NÍ - Engin skráning á námskeiðið, en þeir sem hafa spurningar er bent á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

LEIÐARLÝSING
Ekið inn á Nesjavallaleið af þjóðvegi 1 við Geitháls og síðan beygt til hægri af Nesjavallaleið eftir ca. 500m (á móts við nýja fangelsið) og hann ekinn inn í botn ca. 1000m og þar er Sólheimakot (Húsið sést frá Nesjavallaleið) - Sjá kort hér.

 

Tags: apríl, þar, skotvís, allir, þessum, talningar, eftir, tíma
You are here: Home