Námskeið í mælingu á hagladreifingu og setu byssunnar á hagladrífunni

Námskeið í mælingu og útreikningum á hagladreifingu veiðiskota verður haldið miðvikudaginn 31. ágúst hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar að Iðavöllum og hefst kl. 17.00.

Stuðst er við Ingerholmsskífuna þar sem reiknað er:

  • hlutfall hagla sem nýtast
  • hlutfall hagla í kjarnanum.
  • dreifingarhlutfall hagla.

Námskeiðið hefst með fyrirlestri um aðferðafræði og útreikninga Ingerholmsskífunar en síðan skjóta þátttakendur á eins margar prufuskífur og þeir óska eftir.

Að því loknu reikna þeir árangur af sérhverju skoti.

Prufublöð til að skjóta á, mælingaskífa ásamt útreikningar- talningarblöðum eru á staðnum.

Fyrir þá sem vilja jafnframt skoða hverning byssan passar þeim verður aðstaða til þess á staðnum.

Verð á námskeiðinu er 5.000 kr. allt innifalið nema skot og byssur!

Skráning fer fram á heimasíðu Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar www.sih.is

Tags: verður, hefst, skjóta, hlutfall, hafnarfjarðar, námskeið, mælingu, hagladreifingu, talningarblöðum, útreikningar-, útreikningum, ásamt, þeir, hagla, staðnum
You are here: Home