Kynning á hreindýraveiðum 31. maí

Ertu að fara austur að veiða hreindýr?  Ef svo er, hvernig væri þá að skella sér í Veiðisel (Eirhöfði 11) þriðjudaginn 31. maí kl. 20:00 og fræðast svolítið um hreindýraveiðar í góðum félagsskap annarra veiðimanna. Einar Haraldsson hreindýraleiðsögumaður, mun vera með erindi um hreindýraveiðar, fjalla um helstu atriði sem þarf að hafa í huga, muninn á veiðisvæðum og sýna myndir.

Einar er fyrrverandi stjórnarmaður í SKOTVÍS og núverandi fulltrúi SKOTVÍS í Samtökum Útivistarfélaga (SAMÚT).  Hann situr fyrir hönd SKOTVÍS í samráðshóp útivistarfélaga og Vatnajökulsþjóðgarðs um aðgengi að Vatnajökulsþjóðgarði og hefur mikla reynslu af veiðum á Austurlandi sem hann ætlar að miðla til þátttakenda á fundinum.

Kaffi og með því

Kveðja,
Stjórn SKOTVÍS

Tags: veiðimanna, helstu, góðum, maí, vera, erindi, hreindýraleiðsögumaður, haraldsson, einar, annarra, félagsskap, muninn, hreindýraveiðar
You are here: Home