Karratalningar SKOTVÍS í Fitjárdal í Vestur Húnavatnssýslu í maí

Henrik Thorburn Lagopus muta Iceland Snaefellsnes April 2012Árið 2006 tóku nokkrir félagar í SKOTVÍS að sér karratalningar á svæðinu milli Miðfjarðarár og Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu og hafa framtkvæmt talningar á hverju ári síðan. Um er að ræða 30 göngusnið sem eru 3,4-4,2 km að lengd og eru að jafnaði gengin 2 snið í einni lotu.  Gengið er á svæðið í maí þegar snjó hefur tekið upp eftir því sem hópnum hentar hverju sinni.
Talningar fara fram kvölds og morgna þegar mest von er til þess að sjá karrann og er upplýsingum safnað og komið til Náttúrufræðistofnunar Íslands og verður þannig þáttur í heildar karratalningum stofnunarinnar. Þeir sem tekið hafa þátt í þessu finnst frábært að fá tækifæri til að „rölta til rjúpna“ á vorin í góðum félagsskap og geta þannig lagt sinn skerf til rannsókna á ástandi veiðistofnsins. Þarna gefst einnig gott tækifæri til að halda fuglahundinum við fyrir þá sem eru með slíkan og fyrir þá sem eru með ljósmyndaáhuga og vilja skipta úr byssu yfir í myndavél.
Stefnt er að talningu um Hvítasunnuhelgina og er reiknað með því að gist verði eina nótt.  Við viljum gjarnan fjölga lítillega í hópnum þannig að ekki komi að sök þó einn og einn forfallist og er áhugasömum bent á að hafa samband við Bjarna Jónsson í síma 8622604, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

 

 

 

fitjardalur download

Tags: hafa, skotvís, maí, þannig, tekið, gott, hverju, einn, hópnum, húnavatnssýslu, tækifæri, veiðistofnsins, ástandi, þarna, karratalningar
You are here: Home