Hvatningarátakið - Láttu ekki þitt eftir liggja

lattu ekki thitt eftir liggja 2013SKOTVÍS og Umhverfisstofnun munu á komandi veiðitímabili standa fyrir átakinu " Láttu ekki þitt eftir liggja" sem er hvatningarátak til veiðimanna um að taka með sér tóm skothylki af veiðislóð. Þetta er annað ár átaksins og er markmiðið með átakinu að hvetja veiðimenn til þess að ganga vel um landið og skilja einungis eftir sporin sín á veiðislóð.
 
Með því að taka mynd af sér og tómu skothylkjunum og senda á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  ásamt nafni, kennitölu og heimilisfangi fara þátttakendur í pott sem dregið verður úr í byrjun desember þar sem veglegir vinningar eru í boði. 
Tags: þess, skotvís, eftir, liggja, þitt, láttu, veiðitímabili, átakinu, komandi, veiðimenn, virðingu
You are here: Home