Hleðslunámskeið Skotreynar og Skotvís í samstarfi við Hlað

Skotreyn og Skotvís bjóða félagsmönnum sínum upp á námskeið í endurhleðslu rifilskota í apríl og maí í samstarfi við Hlað.

Námskeiðið er að sjálfsögðu frítt fyrir félagsmenn og verða þau haldinn í Veiðiseli, nýrri félagsaðstöðu Skotvís að Eirhöfða 11, smellið á krækjuna [hér] til að sjá nánari staðsetningu.

Dagsetning námskeiðana má sjá hér að neðan:

  • Þriðjudaginn 19. apríl kl. 20
  • Miðvikudaginn 27.apríl kl. 20
  • Þriðjudaginn 3. maí kl. 20

Fjöldi þátttakenda miðast við 10 manns á hverju námskeiði. Námskeiðin veita E-leyfisréttindi (hleðsluréttindi), en til að öðlast hleðsluréttindi þurfa þeir sem sitja námskeiðin að hafa B-leyfisréttindi í sínu skotvopnaleyfi.

Á námskeiðinu verða kynntar hleðsluvörur frá Hlað.

Þeir sem vilja sækja námskeiðin geta sent póst á Kristján Sturlaugsson ( This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ) til að tilkynna þátttöku. Þar þarf að koma fram nafn, kennitala og ósk um námskeiðs dag.

Tags: apríl, endurhleðslu, hlað, rifilskota, skotvís, auglýstir, maí, samstarfi, skotreynar, sínum, viðburðir, námskeið, bjóða
You are here: Home