Framkvæmdaráð Skotvís

Fyrsti fundur framkvæmdarráðs Skotvís verður haldinn í aðstöðu Ferðaklúbbsins 4x4 að Eirhöfða 11, miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00, smelltu hér til að sjá á korti

Framkvæmdaráð er sá vettvangur sem stjórn Skotvís hefur ákveðið að stofna til svo að félagar í Skotvís geti haft sem besta aðkomu að málefnavinnu félagsins og haft bein áhrif á stjórn þess og vinnu. Framkvæmaráð er hugsað fyrir þá skotveiðimenn sem hafa áhuga á að styrkja málefnastarfið með beinni aðkomu að málum og stýra verkefnahópum sem yrðu skilgreindir af stjórn, framkvæmdaráði og/eða félagsmönnum. Stjórnin leggur áherslur á að verkefnahópar séu sjálfstæðir í sínum vinnubrögðum og skili af sér rökstuddri niðurstöðu sem yrði rædd í framkvæmdaráði og stjórn.

Vettvangur framkvæmaráðs er ekki síst hugsaður sem kjarni í félagsstarfinu þar sem menn hittast til að skiptast á þekkingu, upplýsingum og skoðunum með það að markmiði að þoka málum framávið með formlegri málefnavinnu.

Dagskrá fundar:

  • 1. Kynning á framkvæmdarráðsforminu, verklagi og verklagsreglum.
  • 2. Farið yfir núverandi verkefnalista og hann aðlagaður í samráði við fundarmenn.
  • 3. Verkefnum skipt niður á ábyrgðarmenn og fundardagskrá fram að sumri kynnt.

Stjórn Skotvís er meðvituð um að staðsetning þessa vettvangs mun ekki henta öllum áhugasömum skotveiðimönnum sem myndu vilja leggja hönd á plóginn.  Þetta á sérstaklega við um þá skotveiðimenn sem eru staðsettir í öðrum landshlutum og því verður eitt af fyrstu verkefnum framkvæmdaráðs og stjórnar að finna ásættanlega lausn, t.d. með símafundafyrirkomulagi.

Því eru allir skotveiðimenn sem hafa áhuga á aðkomu að þessum vettvangi, hvar á landi sem er, hvattir til að setja sig í samband við einhvern stjórnarmanna (sjá netföng hér að neðan).

Veiðikveðja,

Stjórn Skotvís

Elvar Árni Lund (formaður) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Kristján Sturlaugsson (varaformaður) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Arne Sólmundsson (ritari) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Snorri Jóelsson (gjaldkeri)

Ármann Höskuldsson (meðstjórnandi) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Davíð Ingason (meðstjórnandi) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Þorsteinn Sæmundsson (meðstjórnandi) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tags: skotvís, mars, miðvikudaginn, korti, smelltu, auglýstir, eirhöfða, fyrsti, sjá, viðburðir
You are here: Home