Aðalfundur SKOTVÍS og Lagabreytingar

Nú fer senn að líða að aðalfundi SKOTVÍS sem þarf skv. lögum félagsins að haldast fyrir 1. mars ár hvert og stefnir stjórn SKOTVÍS á að halda aðalfund fyrr en venjulega, líklega í janúar.  Einn af dagskrárliðum aðalfundar eru lagabreytingar og skv. 14. grein þurfa allar tillögur um lagabreytingar að berast stjórn fyrir 1. desember (sjá neðar), sem verða síðan kynntar í fundarboði fyrir aðalfund. 

Félagsmenn eru hvattir til að hafa skoðun á lögum og starfsemi félagsins og nýta sér lögin og aðalfundi til að hafa áhrif á gang mála.  Stjórn SKOTVÍS vill einnig benda félagsmönnum sem hafa áhuga framboði til stjórnar eða bera upp skriflegar ályktanir á aðalfundi, að nýta sér þau tækifæri sem aðalfundurinn hefur uppá að bjóða.

Samkvæmt lögum félagsins er kosið í eftirfarandi sæti til stjórnar:

  1. Formaður (kosinn til eins árs)
  2. Varaformaður (kosinn til eins árs)
  3. Stjórnarmaður: Ritari (kosinn til tveggja ára)
  4. Stjórnarmaður: Gjaldkeri (kosinn til tveggja ára)
  5. Stjórnarmaður: Meðstjórnandi (kosinn til tveggja ára)
  6. Stjórnarmaður: Meðstjórnandi (kosinn til tveggja ára)
  7. Stjórnarmaður: Meðstjórnandi (kosinn til tveggja ára)

Núverandi stjórn hefur umboð fram að aðalfundi, en skv. lögum félagsins rennur út umboð allra stjórnarmanna á næsta aðalfundi nema Arne Sólmundssonar (Ritari) og Þorsteins Sæmundssonar (Meðstjórnandi), sem voru kosnir til tveggja ára á aðalfundi 2011.

 

6. grein

Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera, og þremur meðstjórnendum. Formaður og varaformaður skulu kjörnir sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Ekki skal kjósa í stjórn félagsins aðra en þá sem hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að sinna starfinu eins vel og nauðsyn krefur.

14. grein

Lögum félagins verður aðeins breytt á aðalfundi félagsins. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórninni fyrir 1. desember og skulu auglýstar í fundarboði. Ekki má greiða atkvæði um aðrar tillögur um lagabreytingar en þær sem auglýstar eru í fundarboði. Til þess að lagabreytingar öðlist samþykki þarf tvo þriðju hluta greiddra atkvæða fundarmanna.

Tags: skotvís, berast, lagabreytingar, þurfa, allar, dagskrárliðum, aðalfundar, kynntar, síðan, grein, janúar, stjórn, einn
You are here: Home