Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands 2014

MerkiskotvisAðalfundur Skotveiðifélags Íslands - SKOTVÍS verður haldinn þriðjudaginn 11. febrúar 2014 kl. 19:00. Fundurinn hefst á erindi Tómas Grétars Gunnarssonar, forstöðumanns rannsóknarseturs HÍ á Suðurlandi, um búsvæði fugla. Úlfar Finnbjörnsson mun svo bjóða uppá villibráðasmakk áður en hinn eiginlegi aðalfundur hefst.

Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til stjórnarstarfa og rennur framboðsfrestur út þegar gengið verður til kosninga á aðalfundi.KOSNING STJÓRNAR
Kosið verður um formann og varaformann til eins árs og þrjá meðstjórnendur til tveggja ára. Tveir stjórnarmenn halda áfram í stjórn.


Úr stjórn eiga að ganga:
- Elvar Árni Lund, formaður
- Arne Sólmundsson, varaformaður
- Eggert Páll Ólason meðstjórnandi
- Sigríður Ingvarsdóttir, meðstjórnandi
- Þórður Aðalsteinsson, meðstjórnandi

Í stjórn eru:
- Kristján Sturlaugsson, gjaldkeri
- Indriði R. Grétarsson, meðstjórnandi.

Staðsetning

höfuðstöðvar Verkís, Ofanleiti 2 (norður inngangur) í Ásbyrgi, fundarsal á 1. hæð.

 

Dagskrá aðalfundar 2014

 • 19:00 Búsvæði fugla (Tómas Grétar Gunnarsson)
 • 19:45 Villibráðasmakk frá Úlfari Finnbjörnssyni
 • 20:00 Aðalfundarstörf
  1. Skýrsla stjórnar
  2. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins
  3. Lagabreytingar
  4. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs
  5. Kosning formanns, varaformanns og stjórnar
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara
  7. Önnur mál

 

Lagabreytingar

Fyrir fundinum liggja tvær lagabreytingatillögur.

Breyting á 6. grein

ER

6. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera, og þremur meðstjórnendum. Formaður og varaformaður skulu kjörnir sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Ekki skal kjósa í stjórn félagsins aðra en þá sem hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að sinna starfinu eins vel og nauðsyn krefur.

 
VERÐUR
 
6. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera, og einum meðstjórnanda. Formaður og varaformaður skulu kjörnir sérstaklega, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Ekki skal kjósa í stjórn félagsins aðra en þá sem hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að sinna starfinu eins vel og nauðsyn krefur.
 

Breyting á 10. grein

ER
 
10. grein
Félagsfundur telst löglegur sé til hans boðað með áberandi hætti í fjölmiðli og á vefsíðu félagsins með minnst 10 daga fyrirvara. Með fundarboði skal vera dagskrá. Minnst 1/10 hluti atkvæðisbærra félagsmanna getur krafist þess að félagsfundur verði haldinn. 
 
VERÐUR
 
10. grein
Félagsfundur telst löglegur sé til hans boðað með áberandi hætti á vefsíðu og póstlista félagsins með minnst 10 daga fyrirvara. Með fundarboði skal vera dagskrá. Minnst 1/10 hluti atkvæðisbærra félagsmanna getur krafist þess að félagsfundur verði haldinn. 
Tags: félagsins, eins, aðalfundur, hafa, skiptir, stjórnin, minnst, verður, grein, skal
You are here: Home