Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands 2012

Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands 2012 verður haldinn þriðjudaginn 31. janúar kl. 20:00 í húsi Verkfræðingafélags Íslands að Engjateigi 9.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram skoðaðir reikningar félagsins og deilda.
  3. Lagabreytingar.
  4. Ákvörðun félagsgjalda, næsta almanaksárs.
  5. Kosning formanns, varaformanns og stjórnar.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
  7. Önnur mál.

Tillögurétt og kjörgengi í stjórn eiga fullgildir félagar, þ.e. þeir sem hafa greitt árgjöldin 2011 og eru skuldlausir við félagið (munið eftir félagsskirteinunum). Aðalfundur getur leyft áheyrnarfulltrúum að sitja fundinn og skal seta áheyrnarfulltrúa borin upp eftir kosningu fundarstjóra og fundarritara.

LAGABREYTINGATILLÖGUR [Smellið hér]

Stjórn Skotveiðifélags Íslands

Tags: skotveiðifélags, aðalfundur, íslands, húsi, engjateigi, verkfræðingafélags, þriðjudaginn, haldinn, auglýstir, 2012, verður, janúar, viðburðir
You are here: Home