Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands

Aðalfundur Skotveiðifélags Íslands 2009 verður haldinn í Gerðubergi þriðjudaginn 24. febrúar 2009 kl. 20:00

Dagskrá:

 1. Formaður, Sigmar B. Hauksson, setur fundinn
 2. Kjör fundarstjóra og skipun fundarritara
 3. Skýrsla stjórnar
 4. Skýrsla gjaldkera, lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og fjárhagsáætlun.
 5. Umræður um skýrslu stjórnar og skýrslu gjaldkera
 6. Ársreikningar bornir upp til samþykktar
 7. Lagabreytingar (sjá lagabreytingatillögur frá Skotreyn hér fyrir neðan)
 8. Umræður um lagabreytingar
 9. Lagabreytingar bornar upp
 10. Ákvörðun félagsgjalda
 11. Kosning formanns
 12. Kosning varaformanns
 13. Kosning stjórnar
 14. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara
  Hlé – Veitingar í boði Skotvís og myndin Gildruveiðar á minki sýnd
 15. Önnur mál
 16. Aðalfundi slitið

Stjórn Skotveiðifélags Íslands

Tillögur að lagabreytingum frá Skotreyn:

Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4

VII. kafli - Aðildarfélög 30. grein

Staðbundnu skotveiðifélagi sem telur innan vébanda sinna ekki færri en 10 skuldlausa félaga er heimilt að sækja um aðild að SKOTVÍS sem aðildarfélag hafi slík umsókn verið samþykkt á aðalfundi hins staðbundna félags og félagar þess játast undir lög og siðareglur SKOTVÍS. Slíka umsókn skal leggja fyrir aðalfund SKOTVÍS og hljóti hún samþykki aðalfundar SKOTVÍS skoðast hið staðbundna skotveiðifélag sem aðildarfélag í SKOTVÍS. Deild innan SKOTVÍSgetur orðið aðildarfélag sé það samþykkt á aðalfundi deildarinnar. Umsókn um slíka breytingu þarf ekki að bera undir aðalfund SKOTVÍS enda er viðkomandi deild þegar hluti af SKOTVÍS.

31. grein

Félagsmönnum SKOTVÍS er heimilt að sækja um til aðalfundar félagsins að stofna aðildarfélag um ákveðin áhugamál t.d. veiðihundafélag og þess háttar. Með slíkri umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um starfssvið félagsins. Hljóti slík umsókn samþykki aðalfundar SKOTVÍS er hinu nýja aðildarfélagi heimilt að velja sér nafn og merki til að nota samhliða merki og nafni SKOTVÍS.

32. grein

Aðildarfélög setja sér sín eigin lög til að starfa eftir og hafa sjálfstæðan fjárhag sem stjórn aðildarfélagsins er ábyrg fyrir. Aðildarfélag ákvarðar sitt starfssvið og skal það vera í samræmi við lög, öryggis- og siðareglur SKOTVÍS. Aðildarfélag getur ekki skuldbundið SKOTVÍS fjárhagslega né á annan hátt. Aðildarfélag er heimilt að nota merki SKOTVÍS ásamt merki sínu.

33. grein

Félagar í aðildarfélagi greiða árgjald sitt til viðkomandi aðildarfélags í samræmi við samþykkt aðalfundar þess. Innifalið í félagsgjaldi aðildarfélagsins skal vera félagsgjald til SKOTVÍS sem nemur 50% af samþykktu félagsgjaldi SKOTVÍS. Greiðslur til SKOTVÍS skal inna af hendi mánaðarlega eða samkvæmt samkomulagi í samræmi við greiðslur félagsgjalda félagsmanna aðildarfélagsins.

34. grein

Aðildarfélag getur sótt um aukagreiðslu til stjórnar SKOTVÍS ef um er að ræða tímabundin verkefni eða stofnkostnað. Skal í umsókn vera sundurliðuð fjárhagsáætlun og upplýsingar um hvort sótt er um styrki til annarra aðila. Stjórn SKOTVÍS tekur ákvörðun um aukagreiðslu. Sætti aðildarfélag sig ekki við ákvörðun stjórnar getur hún vísað henni til næsta aðalfundar SKOTVÍS.

35. grein

Eigi sjaldnar en einu sinni á ári skal stjórn SKOTVÍS boða til fundar með stjórnum aðildarfélaga og er heimilt að halda hann í síma. Til fundar skal boðað skriflega með minnst 10 daga fyrirvara. Á fundinum skal ræða viðfangsefni SKOTVÍS og aðildarfélaga. Fari minnst tvö aðildarfélög og/eða deildir fram á það skal stjórn SKOTVÍS skylt að boða til fundar með stjórnum aðildarfélaga og deilda.

36. grein

Allir meðlimir SKOTVÍS eru jafn réttháir í deildum gagnvart t.d. aðgangi að æfingasvæðum og þess háttar. Allir meðlimir SKOTVÍS hafa málfrelsi á fundum aðildarfélaga sitji þeir þá, en þeir einir hafa atkvæðisrétt á slíkum fundum sem eru meðlimir aðildarfélagsins.

37. grein

Hætti aðildarfélag störfum renna eigur þess til SKOTVÍS.

Normal 0 false false false MicrosoftInternetExplorer4

Rökstuðningur með tillögu til breytinga á lögum Skotvís

 Skotreyn hefur sem deild innan Skotvís byggt upp glæsilegt skotsvæði á Álfsnesi í Reykjavík á síðustu árum, en þessi uppbygging hefur að mestu leyti verið unnin í sjálfboðavinnu félagsmanna og fyrir sjálfsaflafé félagsins.

 Nú er svo komið að rekstur félagsins er orðinn þónokkur með yfir 100 opnunardaga og um 200 þúsund leirdúfur skotnar á ári.

 Það er því tillaga núverandi stjórnar Skotreynar að félagið eigi að vera sjálfstæðari eining innan Skotvís heldur en verið hefur og leggjum við því fram meðfylgjandi tillögu til breytinga á lögum Skotvís. Tillagan gengur út á að bætt verði við í lög Skotvís þeim möguleika að til verði sjálfstæð aðildarfélög að Skotvís sem innihalda eftir sem áður fullgilda félaga að Skotvís.

 Helstu breytingar í samskiptum “félagana” yrðu þessar:

 ·        Skotreyn mun sjá um innheimtu félagsgjalda fyrir sína félagsmenn bæði vegna félagsgjalda í Skotreyn og Skotvís.

·        Skotreyn mun halda félagaskrá fyrir sitt félag þó félagar Skotreynar munu áfram skrást inn í félagaskrá Skotvís.

·        Skotreyn mun gefa út sín eigin félagsskírteini til  nota samhliða félagsskírteini Skotvís.

·        Skotreyn mun hafa þann möguleika að innheimta hærra félagsgjald af sínum félagsmönnum heldur en Skotvís gerir af öðrum félagsmönnum um allt land.

 Það er eðlilegt að mati stjórnar Skotreynar að hærra félagsgjald sé innheimt af þeim félagsmönnum sem nota hina góðu aðstöðu okkar á Álfsnesinu heldur en hinum sem hafa ekki aðstæður/áhuga á að nýta hana. Það er einnig mjög mikilvægt að hafa alltaf tiltæka félagaskrá félagsins ásamt því að félagar geti framvísað félagsskírteini til að tryggja að einungis þeir sem greitt hafi félagsgjöldin njóti þess í afsláttarkjörum. Almennir félagsmenn Skotvís myndu eftir sem áður væntanlega njóta afsláttarkjara á skotsvæðinu.

 

Tags: skotveiðifélags, aðalfundur, íslands, þriðjudaginn, haldinn, gerðubergi, auglýstir, verður, 2009, viðburðir, febrúar
You are here: Home